Fréttir

14.3.2018

Nýr félagi tekinn inn í klúbbinn

Hafsteinn Skúlason

Á Rótarýfundinum 13. mars stýrði Magnús Már inntöku nýs félaga, Hafsteins Skúlasonar læknis og kynnti hann.  Jón Emilsson, forseti, kynnti Hafsteini síðan starfsemi, sögu og markmið Rótarý og bauð hann velkominn og nældi í hann merki Rótarý. (sjá aðra frétt um fundinn í heild sinni)



Jón Emilsson, forseti klúbbsins, nælir Rótarýmerkinu í barm Hafsteins.


Ágrip af æviferli Hafsteins Skúlasonar, læknis.

Hafsteinn Skúlason, fæddur 11. mars 1947 í Reykjavík. Hann ólst upp í Reykjavík og á Seltjarnarnesi.

Stúdent úr stærðfræðideild M.R. 1967.

Embættispróf í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1974.

Störf:

Deildarlæknir á FSA 1974-5.

Héraðslæknir í Húsavíkurhéraði í 3 ár, síðan framhaldsnám í heimilislækningum í Svíþjóð.

Starfaði um tíma á Landspítala eftir heimkomu frá Svíþjóð.

Starfaði sem heimilislæknir í Reykjavík frá haustinu 1982, fyrst á Þórsgötu 26 og frá 1989 við Heimilislæknastöðina í Kringlunni fram að starfslokum 2017.

Ráðstefnur:

Sótt ráðstefnur erlendis nær árlega allan minn starfsferil.

Félagsstörf:

Formaður Læknafélags Norðausturlands 1977-78.

Ritari í stjórn Læknafélags Reykjavíkur 1990-94.

Um tíma í stjórn Félags íslenskra heimilislækna.

Kennsla:

Stundakennari í Hjúkrunarskóla Íslands 1972.

Klínískur kennari í heimililækningum í nokkur ár.

Ritstörf:

Skorpulifur á Íslandi, Læknablaðið 1986

Fjölskylda og áhugamál:

Eiginkona Hafsteins er Brynja R. Guðmundsdóttir MS lífeindafræðingur við LSH. Þau eiga 4 börn, eina stúlku og 3 drengi sem öll eru verkfræðingar.

Barnabörnin eru 14 og barnabarnabörnin eru 2.

Áhugamálin eru lestur Íslendingasagna, útivist, fjallgöngur og skíðamennska og undanfarin ár hefur golfið bæst við.