Stefna Kópavogsbæjar í menningarmálum
Arna Schram
Þriggja mín erindi flutti Benjamín Magnússon og fjallaði hann ákvarðanatöku í sambandi við samgöngumál annars vegar og málefni ferðaþjónustunnar hinsvegar. Í samgöngumálin rifjuðust upp fyrir mönnum kunn „lína“ heimsbókmenntanna: Að vera eða vera ekki. Þar er efinn. Að aðhafast allt og ekki neitt væri málið í dag. Skýrsla Rögnunefndar hefði skilað þeirri niðurstöðu að hagkvæmast væri að setja nýjan flugvöll niður á virkt eldfjallastæði í Hvassahrauni, sem hefði þó þann augljósa kost að þá myndi löngu úr sér gengið húsnæði flugvallarins í Vatnsmýri hverfa í blámóðu fjarskans. Á máli Benjamíns mátti ráða að hagkvæmara væri að vinna eftir þeirri hugmynd að koma upp hraðlestarkerfi milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur og tengja kerfið með einhverjum hætti hinum nýbirtu fyrirætlunum um létt lestarkerfi á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Þvínæst vék Benjamín að málefnum ferðaþjónustunnar og svæðum sem ferðamenn leita á. Þeir sem sækja þjóðgarða og kunna áfangastaði erlendis taka því yfirleitt þegjandi og hljóðalaust að greiða fyrir aðgang að slíkum stöðum. Nú væri hinsvegar komin upp sterk krafa hér á landi að hafna gjaldtöku erlendra ferðamanna og enn sterkari í þá átt að hindra að rekstrararðilar greinarinnar borgi skatt til samfélagsins. Lendingin virðist ætla að verða sú að íslenskur almenningur borgi brúsann. Benjamín kvaðst nýlega hafa dvalið í Barcelona, sem ætti það sameiginlegt með Reykjavík, að þar væri atgangur ferðamanna slíkur að heimamenn ættu erfitt með olboga sig um stræti og torg. Kannski væri lausnin fyrir okkur fólgin í því að yfirgefa Íslands og flytja til Noregs og byrja loks að greiða þar skatt - en láta ferðamönnum landið eftir, sagði Benjamín að lokum.
Jón Sigurðsson formaður menningarmálefndar kynnti fyrirlesara dagsins Örnu Schram sem er menningarfulltrúi Kópavogsbæjar. Hún dró saman helstu þætti nýmótaðrar stefnu Kópavogsbæjar í menningarmálum.
„Unglingurinn“ Kópavogur er orðinn stór,“ sagði Arna og tekið væri tillit til stórkostlegrar breytingar sem orðið hefði á samfélaginu Kópavogi.
Verkefni í menningarmálum væru snúin m.a. vegna þess hversu fá lögbundin verkefni Kópavogsbær innti af hendi. Þá hefðu framlög dregist verulega saman eftir hrun en í fyrst í stað eftir þá stóratburði hefði verið lögð áhersla að halda uppi rekstri stofnana á borð við Tónlistarhúsið, Bóksafn, Náttúrugripasafn og Tónlistarsafn Íslands. Hin glæsilegu húsakynni undir þessar stofnanir hefðu risið fyrir 10 – 20 árum síðan.
Aðspurð kvaðst Arna ekki vera sammála þeirri skoðun að áhersla á byggingar undir menningu kæmi niður á grasrótinni og listsköpun almennt, heldur þvert á móti. Þá væri ákveðnn styrkur falinn í því að menningarhúsin væru í nábýli hvert við annað. Umsóknir um styrki og margháttaða aðstoð til vegna menningartengdrar starfssemi bentu eindregið til þess að menningarlíf í Kópavogi stæði með miklum blóma. Meginmarkmið nýrrar menningarstefnu væri að auka lífsgæði Kópavogsbúa og gesti bæjarins. Kópavogsbær myndi á næstu árum leitast við að taka þátt í og hafa samráð um stóra menningarviðburði sem myndu styrkja ímynd bæjarins enn frekar sem framsækins aðila. Sífellt væri verið að leita nýrra lausna í sambandi við útivistarsvæði, kaffihús og stærrri samkomur án aðkomu vélknúinna ökutækja.