Kosið í embætti stjórnar klúbbsins fyrir starfsárið 2015-2016
Geir A. Guðsteinsson er verðandi forseti.
Rótarýfundurinn 9. desember var í umsjón stjórnar klúbbsins. - Fram fór kosning stjórnar fyrir starfsárið 2015 - 2016. - Þriggja mín erindi flutti Ingólfur Antonsson.
Í upphafi fundar minnti Sigfinnur Þorleifsson á jólafund klúbbsins n.k. þriðjudag 16. desember. kl.18.00 og hvatti hann félaga til að mæta og tók fram að gestir væru velkomnir á jólafundinn.
Ingólfur Antonsson flutti 3ja mínútna erindi og sagði frá ævintýraferð sem hann fór fyrir stuttu. Sagði hann frá ævintýraferð sem honum var nýlega boðið í upp á Langjökul til að skoða gangnagerð inn í jökulinn, íshelli. Tilgangur ferðarinnar var að kynna gangnagerðina fyrir opinberum umsagnaraðilum s.s. umhverfis-, heilbrigðis-, mannvirkjastofnun, vegagerð, Þingvallaþjóðgarði ofl.
Ekið var eins og leið lá upp að Húsafelli þar var stigið um borð í fjalladreka sem er í eigu Arngríms Hermannssonar. Átta hjóla trukkur sem var smíðaður var í upphafi sem færanlegur eldflaugapallur. Arngrímur upplýsti að trukkurinn væri rúm 20 tonn. Keypti hann af NATO í þýskalandi. Byggði ásamt syni sínum hús yfir hann sem tekur 40 manns í sæti. Unnt er að breyta þrýsting í hjólbörðum frá bílstjórasætinu.
Áætlað var að ferðin upp að muna ganganna tæki um 2 klst. Veðrið var eins gott og hugsast getur 4 stiga frost og nær heiðskýrt. Gangnamunninn er í um 1200 m. hæð í svonefndum slakka sem er á milli Geitlandsjökuls og Þrístapajökuls. Hæsti punktur jökulsins er um 1420 m.
Þegar við vorum komin upp á Kaldadalsveg sáum við nokkra Land Rover jeppa með ýtutennur. Uppl. var að Landróververksmiðjunar voru að kynna bíla sína. Þeir eru búnir að bjóða fjölda blaðamanna til að prufukeyra jeppa sína við erfiðar aðstæður. Kynningin stendur fram í febrúar.
Haldið var áfram í átt að göngunum. Færðin þyngdust eftir því sem ofar dró, 2 m jafnfallin púðursnjór lá yfir öllu. Í 1100 m var ákveðið að ferja hópinn síðasta spölinn með snjóbíl. Ferðin alls upp tók um fjóra tíma.
Göngin fullbúin verða 300 m löng ,100 m rani sem nær niður 40 m undir yfirborð jökulsins skiptist þá í tvær áttir sem enda sem hringur. Við gröftinn eru notaðar tvær gröfur með borkrónur sem notaðar er við berggangagerð. Þvermálið er um 3 m og hæðin svipuð. Efri hlutinn bogadreginn. Eftir er að grafa um 70 m til að loka hringnum. Komið var óvænt að jökulsprungu sem er 15 m há og 5 m breið neðst. Það furðulega er að við sprunguna er ágætt símasamband með GSM síma, eiginlega betra en við gangnamunan.
Gert er ráð fyrir 2-3 fjölnotarýmum ætluð til ýmissa viðburða, kynna jöklanna, brúðkaup ofl. ofl. Öll aðföng verða flutt að. Almennt er ekki ætlast til að menn komi akandi á sínum fjallabílum. Mikil áhersla verður lögð á ósnortið umhverfi. Hitastigið inni í göngunum er um 0 gráður. Loftræsing fer í gegnum lóðrétt borgöt. Lýsing verður gerð með ledljósum sem boruð verður inn í klakavegginn og lýsir vegginn upp. Raforkan kæmi frá rafgeymum sem hlaðnir vera með vindmillum.
Jarðfræðingar geta lesið söguna, gjóskulög eru áberandi sem svartar rendur. Jökulinn er á sífelldri hreyfingu og er reiknað með að gangnamuninn færist niður hlíðina um 20 m á ári. Reiknað er með 10-15 ára líftíð gangnanna. Icelandic tourism fund fjármagnar verkefnið en sjóðurinn er í eigu Icelandair, Landsbréfa og nokkurra lífeyrissjóða.
Allt er þetta gert til að auka framboð á áhugaverðum stöðum fyrir ferðamenn en um einstakan stað verður að ræða og í göngunum verður lögð áhersla á fræðslu, bæði um jökla og global warming, sem hefur mikil áhrif á jöklana. Það er augljóst þegar maður kemur að jöklinum en á 10 árum hefur jökulröndin hopað gífurlega. Frá munnanum er ægifagurt útsýni, Eiríksjökull, Strútur, Geitlandið ofl.“
Þá var inntaka nýrra félaga á dagskrá. Magnús Már Harðarson kynnti nýjan félaga, Grétar Leifsson sem kemur inn í klúbbinn undir starfsheitinu „Vélaverkfræðingur“. Að kynningu Magnúsar lokinni tók forseti Helgi Sigurðsson hinn nýja félaga formlega inn í klúbbinn og bauð hann velkominn.
Sjá myndir frá athöfninni í sérstakri frétt.
Næst á dagskrá var kosning stjórnar til starfsársins 2015-2016. - Kosið var á milli manna í samræmi við tilnefningar frá fundinum 18. nóv. s.l. – Talningarmenn voru þeir Guðmundur Ólafsson og Magnús Már Harðarson.
Eftirtaldir félagar hlutu kosningu:
Stallari: Björgvin Skafti Vilhjálmsson
Gjaldkeri: Margrét María Sigurðardóttir
Ritari: Helgi Ólafsson
Varaforseti: Geir A. Guðsteinsson