Fréttir

14.5.2013

Suður-Afríka og Swaziland

Á Rótarýfundinum 14. maí sagði Guðmundur J. Þorvarðarson frá og sýndi myndir úr ferð um Suður-Afríku og Swaziland. Helgi Sigurðsson flutti 3ja mínútna erindi.

Bergþór Halldórsson minnti á vorferð klúbbsins sem verður farin 25. maí n.k. Brottfarastaður og mæting verður kynnt með netpósti næstu daga.

3ja mín. erindi flutti Helgi Sigurðsson. Sagði hann frá ferð til Perú. Perú er í vestanverðri suður Ameríku og er á stærð við Miðevrópu. Náttúruauðævi landsins eru gífurleg, fiskur, landbúnaður, gull, silfur, ýmsir málmar og olía. Perú var arðrænt í hartnær 500 ár undir spánskri stjórn. Talið er að íbúar hafi verið um 12 millj. þegar Spánverjar komu í byrjun 16 aldar en höfðu fækkuð niður í tæpa 1. millj. í byrjun 17 aldar. Ferðast var aðallega um hásléttuna í 1000-4000 m hæð en þar er loftlagið þægilegt. Matur sem fram var borin var mjög góður og sértaklega er eftirminnalegt kjötið af alpaca lamadýri.


Fundurinn var í umsjón Klúbbþjónustunefndar. Guðmundur J. Þorvarðarson sagði frá og sýndi myndir úr ferð um Suður-Afríku og Swazílands sem hann fór í vor. Flogið var til Höfðaborgar og næsta dag var farið út í Robbineyju sem er fræg fyrir fangelsi sem m.a. Nelson Mandela var hafður í haldi í 17 ár. Mandela var hafður í haldi í 22 ár. Sýndi myndir af fangaklefa Mandela. 

Allt virtist vera úr steini og engin rúmstæði sjáanleg. Fangarnir fengu teppi til að leggja undir sig þegar lagst var til svefns. Eftir stutta dvöl í Suður-Afríku var haldið til Swazílands sem liggur á milli Suður-Afríku og Mosambique. Landið er mjög efnahagslega háð Suður-Afríku.

U.þ.b. 40 % af íbúunum er HIV smitaðir. Farið var í Kruger þjóðgarðinn sem er verndarsvæði villtra dýra, ferðast var í sérútbúnum bílum og fyrir augum blasti m.a. fílar, ljón, sebrahestar, gírafar, strútar ofl. ofl. Í lokin sýndi hann okkur myndir af Viktoríufossum, einu stærsta samfella varsfall í heiminum