Fréttir
Suður-Afríka og Swaziland
Á Rótarýfundinum 14. maí sagði Guðmundur J. Þorvarðarson frá og sýndi myndir úr ferð um Suður-Afríku og Swaziland. Helgi Sigurðsson flutti 3ja mínútna erindi.
3ja mín. erindi flutti Helgi Sigurðsson. Sagði hann frá ferð til Perú. Perú er í vestanverðri suður Ameríku og er á stærð við Miðevrópu. Náttúruauðævi landsins eru gífurleg, fiskur, landbúnaður, gull, silfur, ýmsir málmar og olía. Perú var arðrænt í hartnær 500 ár undir spánskri stjórn. Talið er að íbúar hafi verið um 12 millj. þegar Spánverjar komu í byrjun 16 aldar en höfðu fækkuð niður í tæpa 1. millj. í byrjun 17 aldar. Ferðast var aðallega um hásléttuna í 1000-4000 m hæð en þar er loftlagið þægilegt. Matur sem fram var borin var mjög góður og sértaklega er eftirminnalegt kjötið af alpaca lamadýri.
Fundurinn var í umsjón Klúbbþjónustunefndar. Guðmundur J. Þorvarðarson sagði frá og sýndi myndir úr ferð um Suður-Afríku og Swazílands sem hann fór í vor. Flogið var til Höfðaborgar og næsta dag var farið út í Robbineyju sem er fræg fyrir fangelsi sem m.a. Nelson Mandela var hafður í haldi í 17 ár. Mandela var hafður í haldi í 22 ár. Sýndi myndir af fangaklefa Mandela.
Allt virtist vera úr steini og engin rúmstæði sjáanleg. Fangarnir fengu teppi til að leggja undir sig þegar lagst var til svefns. Eftir stutta dvöl í Suður-Afríku var haldið til Swazílands sem liggur á milli Suður-Afríku og Mosambique. Landið er mjög efnahagslega háð Suður-Afríku.
U.þ.b. 40 % af íbúunum er HIV smitaðir. Farið var í Kruger þjóðgarðinn sem er verndarsvæði villtra dýra, ferðast var í sérútbúnum bílum og fyrir augum blasti m.a. fílar, ljón, sebrahestar, gírafar, strútar ofl. ofl. Í lokin sýndi hann okkur myndir af Viktoríufossum, einu stærsta samfella varsfall í heiminum