Fréttir
  • Umdæmisstjóri og frú 13sept11

13.9.2011

Tryggvi Pálsson, umdæmisstjóri og kona hans Rannveig Gunnarsdóttir heimsóttu Rótarýklúbb Kópavogs 13. september. Jón Emilsson flutti 3ja mínútna erindi.

Gestir fundarins voru Tryggvi Pálsson, umdæmisstjóri Rkl Austurbæjar, eiginkona hans Rannveig Gunnarsdóttir Rkl Miðborg.

Ingólfur Antonsson kvaddi sér hljóðs og gerði grein fyrir úrslitum golfmóts. Jóhann Árnason vann og er nýr golfeinvaldur klúbbsins. Rkl Borgir hélt sitt mót á sama tíma og var það bæði innanfélagsmót og keppni við Rkl Kópavogs. Lauk þeirri viðureign með sigri Borga, 135 punktar gegn 129.

3ja mínútna erindi flutti Jón Emilsson. Sagði hann frá ferð á Reykjanes sem 18 rótarýfélagar 12 makar og 2 börn fóru í s.l. laugardag. Þakkaði hann þátttakendum og fararstjóra Jónatan Garðarssyni og rakti ferðasöguna í stuttu máli.

Magnús Már Harðarson, forseti kynnti umdæmisstjóra Tryggva Pálsson. Hann er fæddur 1949, lauk hagfræðiprófi frá HÍ 1974 og mastersgráðu í hagfræði frá London School of Economics 1975. Hann er kvæntur Rannveigu Gunnarsdóttur og eiga þau 2 börn.

Tryggvi Pálsson lagði áherslu á eftirtalin atriði í ræðu sinni:

Umsvif og gildi Rótarý: Heildarhreyfingin er í hægfara sókn á heimsvísu og einnig hér heima. Sýndi hann yfirlit um dreifingu klúbba um heiminn, skiptingu funda á vikudaga og hvenær fundir eru haldnir.

Þá rakti Tryggvi þjónustuleiðir hreyfingarinnar og áhersluatriði. Starfið er þjónusta öllum til hagsbóta.

Alþjóðaforseti Rótarý er Kalyan Banerjee. Einkunnarorð hans eru: Hlýddu rödd hjarta þíns.

Áherslur starfsársins er virkari þátttaka klúbba í verkefnum, kröftugur endasprettur í baráttunni við útrýmingu lömunarveiki og nýr klúbbur sem sniðinn yrði að lífsstíl yngri félaga. Tryggvi rakti nokkur dæmi um fjölbreytt verkefni klúbba bæði erlendis og innanlands. Hefðir og endurnýjun í starfi klúbbsins: Setja þarf markmið um fjölgun félaga og eðlilega endurnýjun.

Loks vakti umdæmisstjóri klúbbfélaga til umhugsunar um form funda, tímasetningu þeirra og lengd.

Umdæmisstjóri 13sept11

Að síðustu afhenti Tryggvii Pálsson, umdæmisstjóri, forseta Rótarýklúbbs Kópavogs, Magnúsi Má Harðarsyni, fána alþjóðaforseta og viðurkenningu frá Rotary International í tilefni 50 ára afmælis klúbbsins 6. febrúar 2011.