Fréttir

26.2.2013

Bæklunarskurðlækningar

Rótarýfundurinn 26. febrúar var í umsjón Starfsþjónustunefndar. Formaður hennar er Sigurjón Sigurðsson og flutti hann erindi dagsins í veikindaforföllum Helga Ólafssonar, stórmeistara í skák, sem átti að flytja starfsgreinaerindi sitt og tala um skáklistina. Gísli Tryggvason flutti 3ja mínútna erindi.

Í uppahafi fundar óskaði Eva Hole forseti Aalesund Rotaryklubb í Noregi eftir að fá að ávarpa fundinn. Færði hún kveðjur síns klúbbs og bauð rotaryfélaga velkomna á fund í Álasundi. Síðan skiptust forsetar á fánum klúbbanna.

3ja mínútna erindi flutti Gísli Tryggvason. Fjallaði hann um væntanlegar kosningar og framboð sitt fyrir Dögun í Norðaustur kjördæmi. Ræddi áherslur í væntanlegri baráttu, kvótamál, stjórnarskrá, sveitarfélög ofl.

Sigurjón Sigurðsson fjallaði um fótamein þeirra sem komnir eru af barnsaldri. Lýsti hann ýmsum meinum, s.s. hamartám og tábergssigi. Lýsti hann hvernig hægt væri að bæta þessi mein.


Gestur frá Svíþjóð 26feb13

Eva Hole, forseti Aalesund Rotaryklubb í Noregi og Eiríkur Líndal skiptust á fánum klúbbanna. Í baksýn er Bergþór Halldórsson.