Fréttir
Helgi Laxdal, forseti klúbbsins, afhenti nýstúdent Þuríði Erlu Helgadóttur viðurkenningu frá Rótarýklúbbi Kópavogs fyrir sérstakan dugnað og námsárangur í raungreinum á stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi.
Útskrift stúdenta frá Menntaskólanum í Kópavogi fór fram í Digraneskirkju 20. maí s.l. Við það tækifæri afhenti Helgi Laxdal, forseti Rótarýklúbbs Kópavogs, viðurkenningu frá klúbbnum fyrir sérstakan dugnað og námsárangur í raungreinum á stúdentsprófi, en mörg undanfarin ár hefur klúbburinn veitt slíkar viðurkenningar.