Fréttir

26.11.2016

Minni heimsins

Guðrún Nordal

Rótarýfundurinn 29. nóvember var í umsjón Menningarmálanefndar en formaður hennar er Guðný Helgadóttir.  Guðrún Nordal forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hélt fyrirlestur um UNESCO verkefnið "Minni heimsins" og fjallaði bæði um landslista og heimslista. Þriggja Mínútna erindi flutti Guðbergur Rúnarsson.

Í upphafi fundar fór forseti með limru eftir Hjálmar Freysteinsson sem hann nefndi Trúarjátningu.

Guðmunur Þorvarðarson umdæmisstjóri afhenti forseta klúbbsins viðurkenningu frá Rótary International fyrir framlag klúbbsins í Rótarysjóðinn vegna PolioPlus verkefnisins.

Haukur Hauksson tilkynnti að Jólahlaðborð yrði á neðri hæðinni í Atlanta húsinu 20. des. og kostaði 5000 kr. á mann.

Þriggja mínútna erindi flutti Guðbergur Rúnarsson og talaði um skattaundanskot. Hann taldi að undanskot frá skatti væru mun meiri hér en í nágrannalöndum okkar bæði vegna annars hugsunarháttar hér og svo værum við langt á eftir öðrum norðurlandaþjóðum í skattainnheimtu. Hann nefndi að verktakar gengju oft svo langt að þeir skipulegðu hvað hægt væri að svíkja undan skatti þegar þeir byðu í verk og gerðu þeim sem vildu spila eftir settum reglum þar með erfitt fyrir. Um 100 milljarðar væru sviknir undan skatti á ári og tiltölulega einfalt að ná inn stórum hluta þeirrar upphæðar og koma þannig í veg fyrir skipulagða glæpastarfssemi sem farin væri að þróast í þessum málum.

Fundurinn var á vegum Menntamálanefndar og kynnti Guðný Helgadóttir formaður nefndarinnar fyrirlesarann  Guðrúnu Nordal.  Guðrún stundaði nám við Háskóla Íslands, háskóla í Munchen og Oxford University þaðan sem hún hlaut doktorsgráðu 1988. Hún varð forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum 2009.

Erindi Guðrúnar fjallaði um Minni heimsins eða Memory of the World sem er áætlun sem UNESCO setti á fót árið 1992 með það að meginmarkmiði að hvetja til varðveislu og aðgengis að dýrmætum menningararfi sem geymdur er í skjalasöfnum, kvikmyndasöfnum og bókasöfnum víða um heim. Skrá UNESCO um Minni heimsins var stofnuð í kjölfarið eða árið 1995. Tilgangur þessa varðveislulista er að vekja athygli á mikilvægum andlegum menningararfi heimsins með því að útnefna þar einstaka hluti eða söfn sem hafa sérstakt varðveislugildi.

Ísland á nú tvö verk á þessum heimslista en það er annars vegar Handritasafn Árna Magnússonar sem varðveitt er á Íslandi og í Danmörku og hins vegar Jarðarbók Árna Magnússonar og Páls Vídalín eða Manntalið frá 1703.

Mörg lönd hafa skipað sérstaka landsnefnd sem bera ábyrgð á kynningu á Minni heimsins og velja mikilvæg gögn á sérstaka skrá hvers lands. Á þessarri íslensku skrá eru nú auk þeirra sem áður voru nefnd komin fjögur verk til viðbótar sem eru:  

Íslensk túnakort 1916-1929,  Kvikfjártalið 1703,  Passíusálmar Hallgríms Péturssonar - eiginhandarrit og  Konungsbók Eddukvæða.