Þjóðræknisfélög Íslendinga í Vesturheimi
Halldór Árnason
Rótarýfundurinn 20. febrúar var í umsjón Alþjóðanefndar en formaður hennar er Jóhann Árnason. Fyrirlesari á fundinum var Halldór Árnason f.v. ráðuneytisstjóri og nefdi hann fyrirlestur sinn Þjóðræknisfélög íslendinga í Vesturheimi. Þriggja mínútna erindi flutti Guðmundur Jens Þorvarðarson.
Þriggja mínútna erindi flutti Guðmundur Jens. Talaði hann um ferð til Peru og Argentínu. Ræddi hann um þrjá markverða staði sem hann fór til. Machu Picchu, sem er hátt upp í fljöllum Peru, Titicaca vatnið og Iguazu fossana á landamærum Argentínu, Paraguy og Brasilíu.
Jón Sigurðursson kynnti fyrirlesara fundarins, Halldór Árnason. Nefndi hann fyrirlesturinn Þjóðræknisfélög Íslendinga og Vestur-Íslendingar. Byrjaði hann á að tala um flutning Íslendinga til vesturheims og til Brasilíu. Talaði hann síðan um stofnun Þjóðræknisfélag Íslendinga í vesturheimi, söfnun Íslendinga í vesturheimi vegna minnisvarða um Jón Sigurðsson og söfnun til stofnunar Eimskipafélags Íslands. Að lokum talaði hann um Snorra- og SnorraPlus verkefnin, sem byggist á að Vestur-Íslendingar koma til Íslands og Íslendingar til vesturheims.
Magnús Már kynnti Rótarýdaginn laugardaginn 24.febrúar 2018 og hvatti menn til að mæta á sérstakan Rótarýfund klúbbsins, sem verður haldinn á hefðbundnum stað klukkan 15:00.
Sigfinnur kom með kveðju frá Rkl. Borgum um þeirra Rótarýdag.