Fréttir
  • Bryndís Hagan Torfadóttir 2okt12

2.10.2012

Ferðaþjónustan - Starfsgreinaerindi Bryndísar Hagan Torfadóttur

Á Rótarýfundinum 2. október, sem var í umsjón Starfsþjónustunefndar, flutti Bryndís Hagan Torfadóttir starfsgreinaerindi. Benjamín Magnússon flutti 3ja mínútna erindi.

Þriggja mínútna erindi flutti Benjamín Magnússon. Benjamín ræddi fjölda bílastæða á lóðum verslunar, skrifstofuhúsnæðis og við opinberar byggingar og sagði frá samskiptum sínum vegna skipulags sem hann er að vinna fyrir Reykjavíkurborg.

Bryndís Hagan Torfadóttir stallari í klúbbnum okkar flutti starfsgreinaerindi. Bryndís fæddist 22. ágúst 1947 á Húsavík. Móðir hennar er Mývetningur en faðir hennar frá Ólafsdal í Gilsfirði. Bryndís á 2 uppkomin börn.

Bryndís hóf starfsferil sinn hjá Flugfélagi Íslands, starfaði þar í tvö ár. 1970 hóf hún störf hjá SAS og hefur starfað þar síðan.

Hún hefur verið með starfsaðstöðu hér á landi og erlendis, m.a. á Norðurlöndum, Grænlandi, Bretlandi og Eistlandi. Bryndís sagði frá störfum sínum hjá SAS og sagði m.a „Ég hef alltaf verið mjög ánægð hjá SAS, endir sinnir félagið starfsfólki sínu vel“. Mikið er lagt upp úr að starfsmenn geti menntað sig og hefur hún nýtt sér það. Hún lauk kennaraprófi í ferðamálafræðum frá SAS skólanum. Hefur kennt við skólann og ferðast víða til að leiðbeina og koma á legg ýmissi starfsemi fyrir SAS.

Bryndís er framkvæmdastjóri fyrir SAS á Íslandi í dag ásamt því að reka sitt eigið fyrirtæki 3BT.

Bryndís hefur óþrjótandi áhuga á öllu starfi sem er jákvætt og lifandi. Hún situr í stjórn ýmissa félagasamtaka, m.a. Félags kvenna í atvinnurekstri, Umhyggju, Félag eldri borgara í Reykjavík, Hringnum og Rótarý.

Lífsmottó Bryndísar er að lifa lífinu lifandi, vera opin fyrir öllu, sýna skilning traust og rækta vinátu.