Fréttir
  • Óttar Guðmundsson 27nóv12

27.11.2012

Geðsjúkdómar og persónuleikaraskanir í Íslendingasögum

Rótarýfundurinn 27. nóvember var í umsjón Þjóðmálanefndar. Formaður hennar er Helgi Siguðrsson. Óttar Guðmundsson geðlæknir fjallði um geðsjúdóma og persónuleikaraskanir í Íslendingasögum. 3ja mínútna erindi féll niður.

Sigfinnur Þorleifsson formaður skemmtinefndar kvaddi sér hljóðs. Hann lagði til að jólafundurinn yrði haldin 18. desember á venjulegum fundartíma og fyrirlesari verði skáld.  Mökum er boðið að vera með.

Helgi Sigurðsson, formaður Þjóðmálanefndar, kynnti fyrirlesara fundarins Óttar Guðmundsson lyflækni og síðar geðlækni, rithöfund og lífskúnstner. 

Óttar varpaði ljósi nútímageðlæknisfræði á helstu hetjur Íslendingasagnanna og gerði það með aðferð sem var bæði skemmtileg og leikræn. Hann vitnaði m.a.í bók sína Hetjur og hugarvíl þar sem fjallað er um þetta efni.

Hann kom með greiningu á geðvandamálum sem hrjáðu m.a. Gunnar, Hallgerði, Skarphéðin og Njál og áhrif þeirra á atburði Brennu-Njálssögu.  Jafnframt setti hann fram tilgátur um hvernig hetjunum myndi reiða af í nútímasamfélagi.