Fréttir
  • Stjornarskipti-05juli-2011

5.7.2011

Rótarýfundurinn 5. júlí var stjórnarskiptafundur. Veittar voru viðurkenningar fyrir 3 erindi, sem þóttu skara fram úr á liðnu starfsári. Helgi Laxdal, fráfarandi forseti, flutti skýrslu stjórnar og ný stjórn tók við.

Benjamín Magnússon formaður viðurkenningarnefndar kvaddi sér hljóðs. Á þessu starfsári voru haldnir 33 fyrirlestrar um hin ýmsu efni. Niðurstaða nefndarinnar er að fjölmargir góðir fyrirlestrar hafi verið haldnir. Hún treysti sér ekki til að gera upp á milli 3ja erinda sem að mati nefndarinnar risu hæst hvað varðar áhugavert efni og góðan flutning og gerir því tillögu um að þau hljóti öll viðurkenningu. Þessi erindi eru:

10 ágúst 2010, G Valdimar Valdimarsson um landbúnað í Evrópu innan Evrópusambandsins.

21 sept. 2010, Aðalsteinn Leifsson um sjávarútveg og ESB

7 júní 2011, Dr. Eiríkur Bergmann um orðræðu í íslenskum stjórnmálum

Forseti Helgi Laxdal afhenti Aðalsteini Valdimarssyni viðurkenningu ásamt afmælisriti klúbbsins. Gísli Tryggvason tók við viðurkenningum fyrir hönd hinna fyrirlesaranna sem ekki gátu verið viðstaddir.

Forseti Helgi Laxdal setti aðalfund Rkl. Kópavogs og flutti skýrslu stjórnar.

Fram kom í máli hans að stærstu verkefni starfsársins hefðu tengst 50 ára afmæli klúbbsins, afmælisriti og afmælishátíð á afmælisdegi klúbbsins þann 6. febrúar, en hún var haldin á efstu hæð Veisluturnsins að viðstöddum meginþorra félaga og fjölda gesta.

Í upphafi starfssársins var gerð gangskör að því að leiðrétta félagaskrá og hún síðan gefin út. Á starfsárinu voru teknir inn 10 nýir félagar, 5 félagar sögðu sig úr klúbbnum og 6 voru teknir af félagaskrá skv. ákvæðum 12. gr.laga Rkl. Félagar eru nú 68, þar af 4 konur en þeim fjölgaði um 2 á árinu.

Þá kom fram í máli Helga að alls voru haldnir 46 félagsfundir og voru 39 þeirra í umsjá nefnda. Fundamæting var að meðaltali milli 60-70%.  Stjórnin hélt 16 formlega fundi en auk þess voru töluverð samskipti á netinu sem Helgi taldi að væru að verða helsti samskiptamáti nútímans.

Að venju lagði klúbburinn fé í Rótarýsjóðinn og var framlagið 3.000 dollarar.

Fram koma að reikningar klúbbsins eru hjá endurskoðanda og verða þeir kynntir og bornir upp til samþykkis síðar.

Síðan vék fráfarandi stjórn sæti fyrir nýrri en hana skipa:

Forseti:           Magnús Már Harðarson
Varaforseti:    Eiríkur Jón Líndal
Ritari:             Valur Þórarinsson
Gjaldkeri:        Karl M. Kristjánsson
Stallari:           Kristján Þór Finnsson