Fréttir
  • Margrét Eldhugi 2013-1

5.3.2013

Margrét Bjarnadóttir er Eldhugi Kópavogs 2013

Rótarýfundurinn 5. mars var í umsjón Viðurkenningarnefndar. Formaður hennar er Þórir Ólafsson. Margrét Bjarnadóttir, fyrsti formaður Gerplu, var útnefnd Eldhugi Kópavogs fyrir um hálfrar aldar forystu og störf að íþrótta- og heilsuræktarmálum í Kópavogi. Hrafn Harðarson flutti 3ja mínútna erindi

Bergþór Halldórsson kvaddi sér hljóðs fyrir hönd Jóns Emilssonar formanns ferðanefndar og minnti á myndasýningu frá ferð s.l. sumar til Þýskalands og Póllands sem verður þann 15. mars í Skátaheimilinu.

Hrafn Harðarson flutti 3ja mínútna erindi. Minntist hann Kristjáns Guðmundssonar húsasmíðameistara og þátttöku hans í bókmenntaklúbbi í Kópvogi. Flutti hann erindi sem Kristján hugðist flytja 26. febrúar s.l. en entist ekki aldur til.

Þórir Ólafsson kynnti val viðurkenningarnefndar á eldhuga Kópavogs 2013, Margréti Bjarnadóttur, fyrsta formanni íþróttafélagsins Gerplu. Margrét átti stóran þátt í stofnun félagins og var driffjöður í starfi þess lengi. Hún starfar enn að þjálfun og nú meðal eldri borgara, en þar hefur hún beitt sér fyrir stofnun félags sem ber heitið Glóð. Það hefur tekið þátt í sýningum bæði innanlands og erlendis. Ræðu Þóris má sjá hér Margrét Eldhugi 2013-pdf

Þá afhenti forseti Eiríkur Líndal Margréti styttu eftir Ingu Elínu til staðfestingar á útnefningunni.

Margrét kvaddi sér hljóðs og þakkaði þann heiður sem henni eru sýnd. Sagðist hún taka við þessari viðurkenningu fyrir hönd þeirra fjölmörgu samtíðarmanna sem hefðu staðið með henni í frá upphafi. Þá greindi hún frá því hvernig erfiðleikar kvenna og barna til þátttöku í íþróttum var henni hvatning til þess sem hefur verið ævistarf hennar. Að lokum hvatti hún til almennrar þátttöku í íþróttum og hreyfingu og benti á að það þyrfti daglega að fara út með hundinn jafnvel þó engi n væri hundurinn.

Margrét Eldhugi 2013-2



Hér má sjá Eldhuga Kópavogs 2013 á milli Eiríks Líndal, forseta klúbbsins og Þóris Ólafssonar, formanns viðurkenningarnefndar