Öldrunarþjónusta og Hrafnista
Pétur Magnússon
Rótarýfundurinn 30. júní var í umsjón Alþjóðanefndar -. Ræðumaður dagsins var Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu. Þriggja mínútna erindi flutti Þórir Ólafsson
Eiríkur Líndal sagði frá málefnum Sunnuhlíðar en ríkið hefur tekið yfir og eignast hjúkrunarheimilið eftir tilboðsgerð sem var tekið. -Eiríkur sagði að allir hefðu slegið af kröfum sínum og þannig hefur tekist að semja og greiða lánadrottnum og byrgjum og er nú nær allt uppgert af skuldum sem safnast höfðu upp.
3ja mín erindi flutti Þórir Ólafsson og sagði frá mjög ánægjulegri hringferð um landið. Ferðuðust þau rangsælis með fyrstu gistingu að Skógum, þaðan á Klaustur sem einnig var gististaður. -Þórir sagði að athygli hefði vakið hversu búsældarlegt var í sveitum þar sem þau keyrðu um. Frá Klaustri var haldið í Suðursveit þar sem þau gistu, hann sagði uppbyggingu staðarins sérlega glæsilega og veitingar góðar. Næsti viðkomustaður var Höfn í Hornafirði og þaðan haldið á Fáskrúðsfjörð þar sem þau gistu á hinu nýja hóteli og hittu þar fyrir m.a. frakka sem voru þar á ferð að skoða hina gömlu verstöð fransmanna.. -Keyrt þaðan í Kelduhverfi með viðkomu m.a. í Ásbyrgi. -Þaðan var svo haldið til Akureyrar og sagði Þórir að Eyjafjörðurinn hefði skartað sínu fegursta og bærinn fullur af ferðamönnum. – Þórir sagði að vegir landsins væru fullir af útlendingum og mikil umferð rútubíla. - Fróðlegt og jákvætt erindi Þóris Ólafssonar-.
Fundurinn var í umsjón Alþjóðanefndar og kynnti Sigurjón Sigurðsson fyrirlesara fundarins, Pétur Magnússon framkvæmdastjóra Hrafnistuheimilanna. - Pétur er lyfjafræðingur að mennt og með MBA próf. - Hann er einnig þekktur útivistarmaður og glæeðigjafi sagði Sigurjón. –
Erindi sitt nefnir hann „Öldrun og Hrafnista“.
Hve margir 75 ára einstaklingar verða á lífi á Íslandi í framtíðinni? - Mikil fjölgun aldraðra er staðreynd. Árið 2012 eru það 1610 einstaklingar en verða 2184 árið 2020 osfrv. sagði Pétur. Íslendingum mun fjölga um 33% til ársins 2060. Aldraðir ( 67 ára og eldri ) eru í dag 10,3% en verða 18,4 % árið 2040. - Þjónustuþegum fjölgar um ca. 2% á ári – flestir hressir en einnig eru margir veikir. - Hjúkrunarheimili fá 24 milljarða á ári skv. fjárlögum 2015. Fljótlega þyrfti að tvöfalda þessa upphæð. – Önnur úrræði verður að skoða sagði Pétur. -En hvað á að gera. Heimaþjónusta kostar líka og er raunar mjög dýr, ef aðili þarf 3 -4 heimsóknir daglega er ódýrara að viðkomandi sé á stofnun. – Hjúkrunarrými eru ekki nógu mörg í dag og ójafnvægið er að aukast. Sífellt fleiri rúm á sjúkrahúsum eru teppt af veikum öldruðum einstaklingum. Þetta er margfallt dýrara en rými á hjúkrunarheimilum sem kosta ca kr. 25 þús. á dag meðan rúmið á sjúkrahúsi kostar kr.100 þús. á dag. - Allir sjá að þetta getur ekki gengið þannig til langframa.
Starfsemi Hrafnistuheimilanna eru í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og í Reykjanesbæ. Eigandi er Sjómannadagsráð sem á auk þess happdrætti DAS og nokkur önnur stoðfyrirtæki s.s. Laugarásbíó ofl. - Starfsemin hófst 1937 og er reksturinn ekki í ágóðaskyni ( Non-profitt ) Hvert heimili er rekið sem sjálfstæð eining en samlegðaráhrif eru mikil fyrir öll heimilin til að auka hagkvæmni. – Um 2000 manns búa eða starfa á Hrafnistu sagði Pétur. Hann taldi að ef heimilin væru nógu stór væri hægt að koma til móts við flestar þarfir. - Lífsgæði eiga að vera þannig að það á að vera hægt að njóta lífsins á þessum heimilum voru lokaorð Péturs á erindi sínu.
Forseti Helgi Sigurðsson spurði um rekstrarform þessara stofnana og yfirleitt á stofnunum í heilbrigðisþjónustu. Hann sagði viðamikla rannsókn hafa verið gerða í Kanada og víðar sem mikil vinna hefði verið lögð í. - Niðurstaða þeirra allra væri að versta rekstrarformið væri einkarekstur (for profitt). -Hins vegar virtist sem dekrað væri við þetta rekstrarform.
Pétur svaraði spurningunni þannig að of lítið fé væri til málaflokksins. Hann sagðist hvenær sem er skrifa undir samning við ríkið á sömu nótum og svokallaður Sóltúnssamningur væri. En það er einkarekið hjúkrunarheimili. –
Kristófer Þorleifsson vildi ræða betur um rekstrarkostnað, hver væri kostnaðarskiptingin. - Pétur sagði að um 80% af rekstrarkostnaði væri laun til starfsfólks.
Bryndís H Torfadóttir sagði að þessi mál væru eitt helsta baráttumál Félags eldri borgara en hún er í stjórn félagsins. Hún sagði að mjög víða væri pottur brotinn í þjónustu við aldraða og ætti það við um Hrafnistu líka. Flest heimilin byggð fyrir 40 – 50 árum og væru úrelt í dag og engin endurnýjun. -Bryndís sagði að stokka þyrfti upp í þessum málaflokki, þetta gengi ekki svona.
Eiríkur Líndal tók undir orð Bryndísar og spurði hvort t.d. Hrafnista ætlaði að leggja áherslu á dvalarrými sem þarf miklu minni þjónustu til.. – Pétur sagði stefnu stjórnvalda vera að leggja niður þessi heimili að því er virtist..