Fréttir
Rótarýklúbbur Kópavogs styrkir nýstúdent
Guðrún Óskarsdóttir hlaut styrkinn að þessu sinni
Rótarýklúbbur Kópavogs hefur undanfarin ár styrkt þann nýstúdent, sem er með hæstu meðaleinkunn í raungreinum á stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi, með peningagjöf. Að þessu sinni var það Guðrún Óskarsdóttir, nemi af Náttúrufræðibraut, sem hlaut styrkinn sem Guðmundur Jens Þorvarðarson, forseti klúbbsins, afhenti. Brautskáningin frá MK fór fram 19. desember sl. Alls útskrifuðust 112 nemendur. 2 útskrifast af viðskipta- og hagfræðibraut, 9 af skrifstofubraut, 18 af náttúrufræðibraut, 3 iðnmeistarar, 20 af matreiðsludeild,13 af málabraut og 6 af framreiðsludeild.