Fréttir

20.1.2009

Sveinn Einarsson fyrrv. leikhússtjóri gestur fundarins á dag

Leikhúsmenningu gerð skil

Sveinn Einarsson fyrverandi leikhússtjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur er gestur fundar Rótarýklúbbs Kópavogs í dag, þriðjudag  20. janúar kl. 12.15. Leikritið Kaupmannahöfn var nýlega flutt í leiklestrarformi í Iðnó en að baki leiklestrinum stendur Vonarstrætisleikhúsið sem var stofnað formlega árið 2007 að undirlagi tveggja fyrrverandi leikhússtjóra hjá Leikfélagi Reykjavíkur, þeirra Sveins Einarssonar og Vigdísar Finnbogadóttur. Kaupmannahöfn, sem er skrifað af Michael Frayn, er fyrsta viðfangsefni leikhópsins. Leikritið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu breska fyrir rúmum áratug og hefur síðan farið víða um lönd. Flytjendur leiksins eru Valgerður Dan, Jakob Þór Einarsson og Þorsteinn Gunnarsson en leikstjóri er Sveinn Einarsson. Sveinn Einarsson er hafsjór af fróðleik um leiklist og menningu hérlendis sem erlendis og því mjög spennandi að koma á þennan fund og hlusta á það sem Sveinn Einarsson hefur fram að færa og spyrja spurninga, gefist færi á því.