Fréttir

7.2.2011

Mjög vel heppnuð 50 ára afmælishátíð hjá Rótarýklúbbi Kópavogs

Meðal gesta voru umdæmisstjóri og forsetar Rótarýklúbbs Reykjavíkur, Borga og Þinghóls. Þorbjörn Jensson var útnefndur Eldhugi Kópavogs 2011 og kynnt var útgáfa glæsilegrar bókar um starf klúbbsins í 50 ár.

93 hátíðargestir sóttu 50 ára afmælisveislu Rótarýklúbbs Kópavogs, sem var haldin 6. febrúar 2011 á 20. hæð Veisluturnsins í Kópavogi, en klúbburinn var stofnaður þann dag fyrir 50 árum.

Í veislunni voru 39 klúbbfélagar, langflestir með maka sína. Meðal gesta voru umdæmisstjóri og forsetar Rótarýklúbbs Reykjavíkur og Rótarýklúbbanna Borga og Þinghóls ásamt mökum. Einnig eiginkonur 9 látinna félaga klúbbsins.

Helgi Sigurðsson flutti hátíðarræðu, Eldhugi Kópavogs 2011 var útnefndur og kynnt var 50 ára afmælisbók klúbbsins.

Blásarar úr Skólahljómsveit Kópavogs léku í upphafi hátíðarinnar og kór Kársneskóla undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur söng nokkur lög.

Fordrykkur með undirleik

Áður en fundur var settur var borinn fram fordrykkur og á meðan léku fjórir blásarar úr Skólahljómsveit Kópavogs, sem Össur Geirsson, Eldhugi Kópavogs 2010 stýrir.

Blasarar-leku--i-addragandanum

Rótarýfundur settur

Helgi Laxdal, forseti klúbbsins setti fund og bauð gesti velkomna.

Hann kynnti síðan fjóra embættismenn Rótarýhreyfingarinnar á hefðbundinn hátt. Þau voru Margrét Friðriksdóttir umdæmisstjóri, Magnús Jóhannesson forseti Rótarýklúbbs Reykjavíkur, Kristján Guðmundsson forseti Rótarýklúbbsins Borga og Gestur Valgarðsson forseti Rótrýklúbbsins Þinghóls. Helgi bauð síðan aðra gesti velkomna og gat þess sérstaklega að á meðal þeirra væru níu eiginkonur látinna félaga klúbbsins.

virdulegur-forseti-med-konu-sinni

Helgi ásamt konu sinni, Guðrúnu Elínu Jóhannesdóttur, tók á móti gestum.

Ávarp umdæmisstjóra

Margrét Frímannsdóttir ávarpaði afmælisbarnið og skýrði frá því að íslenska Rótarýumdæmið hefði sent greiðslu til Rótarýsjóðsins í nafni Rótarýklúbbs Kópavogs. Afhenti hún forseta klúbbsins bréf því til staðfestingar.

Kór Kársnesskóla

Kór Kársnesskóla undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, Eldhuga Kópavogs 1998, söng af sinni alkunnu snilld við mikla hrifningu veislugesta, sem klöppuðu lengi og innilega fyrir hinum ungu listamönnum.Korinn-med-listraena-tilburdi

Hinir ungu söngvarar sýndu einnig athyglisverða tilburði með söngnum!

Hátíðarræða - Helgi Sigurðsson

Helgi Sigurðsson flutti hátíðarræðu kvöldsins og lagði í ræðu sinni út af fjórprófinu. Honum varð tíðrætt um hinn siðfræðilega boðskap fjórprófsins. Hann hallaðist að því að íslenska þýðingin væri líklega betri en enski  frumtextinn.

Helgi-Sigurdsson-og-fjolskylda

Hér má sjá Helga með Margréti systur sinni og móður þeirra Gyðu Stefánsdóttur, en maður hennar var Sigurður Helgason, forseti klúbbsins 1977-1978. Með þeim er vinur Gyðu, Magnús Ragnar Gíslason

Ávörp forseta þriggja Rótarýklúbba

Nú var komið að ávörpum forseta þriggja Rótarýklúbba, sem allir tengjast Rótarýklúbbi Kópavogs:

Magnús Jóhannesson, forseti Rótarýklúbbs Reykjavíkur, sem er móðurklúbbur okkar, færði klúbbnum að gjöf gestabók.forseti-Rkl-Reykjavikur

Kristján Guðmundsson, forseti Rótarýklúbbsins Borga, en okkar klúbbur er móðurklúbbur Borga, tilkynnti að Marteinn Sigurgeirsson, Eldhugi Kópavogs 2008 og félagi í Borgum, myndi taka myndir í afmælisveislunni og að klúbbnum yrði afhent síðar myndasafn, sem yrði heimild umafmælishátíðina.Kristjan-Gudmundsson-i-pontu

Gestur Valgarðsson, forseti Rótarýklúbbsins Þinghóls, sem er yngsti Rótarýklúbburinn í Kópavogi, afhenti fyrsta eintakið af nýjum klúbbfána.

5 nýir heiðursfélagar í Rótarýklúbbi Kópavogs

Helgi Laxdal lýsti kjöri 5 nýrra heiðursfélaga í Rótarýklúbbi Kópavogs og afhenti þeim bréf því til staðfestingar.

heidursfelagar-med-skjolin

Á myndinni eru heiðursfélagarnir með viðurkenningarskjölin. Talið frá vinstri: Sigurður R. Guðjónsson, Sigurður Jónsson, Þórhallur Þ. Jónsson, Werner Rasmusson og Sveinbjörn Pétursson.


Eldhugi Kópavogs 2011 er Þorbjörn Jensson

Benjamín Magnússon, formaður viðurkenningarnefndar, tilkynnti að Þorbjörn Jensson forstöðumaður Fjölsmiðjunnar hefði verið tilnefndur Eldhugi Kópavogs 2011, fyrir störf hans að málefnum ungs fólks á aldrinum 16-24 ára.

Eldhuginn-med-styttu

Helgi Laxdal afhenti Þorbirni verðlaunagrip, sem er hannaður af listakonuninni Ingu Elínu Kristinsdóttur.

Þorbjörn flutti síðan ávarp þar sem fram kom m.a. að markmiðið væri að gera nema Fjölsmiðjunnar að góðum starfsmönnum sem hvaða fyrirtæki sem er gæti verið stolt af. Það sem þessir krakkar þyrftu fyrst og fremst á að halda væri sjálfstraust. Þegar þau hefðu fengið það væri þeim flestir vegir færir.

Rótarýklúbbur Kópavogs 50 ára - ný bók afhent klúbbnum

Ritnefnd bókarinnar, sem hélt 35 fundi vegna vinnslu bókarinnar, þar af 35. fundinn á sjálfri 50 ára afmælishátíðinni!
1-1--ritnefndin
frá vinstri: Hlynur Ólafsson, Guðmundur Ólafsson, Ásgeir Jóhannesson, formaður nefndarinnar, Þórir Ólafsson og Geir A. Guðsteinsson. Auk þeirra var Þórarinn J. Magnússon upphaflega í nefndinni, en Þórir kom fljótlega í stað hans.

Ásgeir Jóhannesson, formaður ritnefndar, afhenti Helga Laxdal eitt eintak af bókinni, en klúbburinn mun síðan sjá um útbreiðslu bókarinnar til félaga og annarra.

Bókin er 127 blaðsíður og prentuð á vandaðan pappír og litmyndir eru nánast á hverri opnu. Í bókinni er greint frá helstu verkefnum klúbbsins og saga hans er rakin í stórum dráttum. Upplýsingar eru um félaga sem nú eru starfandi og nöfn allra, sem verið hafa í klúbbnum um lengri eða skemmri tíma. Ýmislegt annað efni, sem tengist starfsemi klúbbsins, er að finna í bókinni.

Nokkrar svipmyndir frá veislunni


kona-Asgeirs-oflArni-Bjorn-Logi-og-ValurJon-Ogmundsson-og-fruMargret-med-tveimurMagnus-forseti-RR-med-gestumveislugestirVilhjalmur-og-KristjanAsgeir-og-HaukurGestur-og-fru