Fréttir
  • Ólafur Harðarson 19feb13

19.2.2013

Stjórnmálin í aðdraganda kosninga

Rótarýfundurinn 19. febrúar var í umsjón Þjóðmálanefndar. Formaður hennar er Helgi Sigurðsson. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði og forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands ræddi um stjórnmál á Íslandi í aðdraganda kosninganna 26. apríl. Karl M Kristjánsson flutti 3ja mínútna erindi.

Í 3ja mínútna erindi sínu fjallaði Karl M. Kristjánsson um uppvaxtarár sín í Hvalfirði á stríðstímum. Sagði hann frá hernaðarmannvirkjum í Hvítárnesi þar sem bandamenn byggðu upp 4000 manna bæ. Lega Íslands skipti höfuðmáli í ofsafengnum átökum. Sagði hann frá skipalestum bandamanna yfir Atlandshaf og austur með íshafsröndinni til Sovéskra hafna. Karl benti mönnum á bækurnar Dauðinn í Dumbshafi og Návígi á norðurslóðum eftir Magnús Þór Hafsteinsson.

Helgi Sigurðsson kynnti ræðumann dagsins, Ólaf Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði og forseta félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Ólafur nefndi erindi sitt stjórnmál á Íslandi í aðdraganda kosninga.

Ólafur kynnti rannsóknir sínar á íslenskum kosningum frá 1983-2009. Sýndi fjöldann allan af súluritum sem sýndu m.a. kjörsókn, fylgi flokka, traust á stjórnmálamönnum ofl. 

Ísland státar af mestu kjörsókn í heimi, liggur um og yfir 90% til alþingiskosninga og ýfið minna í sveitastjórnarkosningum. Prófkjörsþátttaka er einnig mjög mikil eða um 20-35%.

Í lokin benti Ólafur á að það væri regla að fráfarandi stjórnarflokkar tapi fylgi í næstu kosningum og stjórnarandstaðan bætti við sig. Erfitt er að spá í úrslitin nú þar sem nýju framboðin eru óvenju mörg.