Kínverskir ferðamenn
Rótarýfundurinn 23. október var í umsjón Alþjóðanefndar. Formaður hennar er Friðbert Pálsson. Hafliði Sævarsson flutti erindi sem hann nefndi kinverskir ferðamenn. Guðmundur Jens Þorvarðarson flutti 3ja mínútna erindi.
Í þriggja mínúta erindi sínu sagði Guðmundur Jens Þorvarðarson frá ferð til Álandseyja sem hann fór ásamt eiginkonu sinni í september s.l. M.a. kom fram að milli Svíþjóðar og Finnlands eru Álandseyjar með sínar 6700 eyjar. Þar er töluð sænska, en sjálfstjórnarsvæðið er hluti af Finnlandi. Aðalatvinnugreinar eru siglingar, ferðaþjónusta og landbúnaður. Guðmundur mælti með klúbbferð til Álandseyja.
Fundurinn var í umsjá Alþjóðanefndar. Formaður hennar er Friðbert Pálsson, en Sævar Geirsson kynnti fyrirlesara dagsins, Hafliða Sævarsson viðskipta- og menningarfulltrúa íslenska sendiráðsins í Peking. Hafliði stundaði nám í Hong Kong, Kyoto og Peking háskóla og hefur starfað fyrir Evrópusambandið, Glitni banka og íslenska skálann á heimssýningunni í Sjanghæ.
Hafliði nefndi erindi sitt kínverskir ferðamenn. Kína er nú á meðal þeirra ferðaþjónustumarkaða sem vex hraðast. 2004 skrifuðu Ísland og Kína undir ADS-ferðamálasamning, sem gerir Kínverjum kleift að ferðast til Íslands í skipulögðum hópum. 2007 komu um 9500 kínverskir ferðamenn til Íslands. Hafliði kvað það aðeins á færi velmegandi Kínverja að ferðast til útlanda. Ferð til Íslands kostar um 600 þús. og er talið að hver ferðamaður eyði um 200 þús. í verslunum.
Þeir sem koma til Íslands heillast af náttúrunni og fersku sjávarfangi.
Hafliði gat þess að eftir opinbera heimsókn forsetans til Kína og heimssýninguna EXPO hafi áhugi á Íslandi aukist verulega. Í Kína eru 30 íslensk fyrirtæki starfandi.