Fréttir
  • Stefán Ingi Stefánsson 27mars12

28.3.2012

Rótarýfundur 27. mars - UNICEF á Íslandi

Fundurinn var í umsjón Æskulýðsnefndar. Jón Ögmundsson kynnti fyrirlesara dagsins, Stefán Inga Stefánsson, framkvæmdarstjóra UNICEF á Íslandi, sem ræddi m.a. um vatnsverkefni UNICEF og starf UNICEF hér á landi. 3ja mínútna erindi flutti Friðbert Pálsson.

I 3ja mínútna erindi sínu fjallaði Friðbert um sjónvarp og aukin ítök norrænna sjónvarpsstöðva í dagskrá íslenskra stöðva.

Fundurinn var í umsjón Æskulýðsnefndar. Jón Ögmundsson sá um fundinnog kynnti fyrirlesara Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdarstjóri UNICEF á Íslandi, en UNICEF eru stærstu hjálparsamtök fyrir börn í heiminum.

Stefán er fæddur 1976 og er sjúkraþjálfari að mennt. Hann hefur verið framkvæmdarstjóri samtakanna frá 2004 eða frá stofnun þeirra hér á landi.

Í upphafi gerði hann grein fyrir landsnefnd UNICEF og starfi hennar. Þá gerði hann stutta grein fyrir tilgangi og starfi alþjóðasamtakanna en þau eru starfandi í 190 löndum. Í meginmáli erindisins lagði hann út frá þúsaldarmarkmiðum SÞ en þau eru:

  • Eyða fátækt og hungri með því að lækka hlutfall þess fólks sem býr við örbirgð um helming á tímabilinu 1990 til 2015 og lækka hlutfall þeirra sem búa við hungursneyð um helming á sama tímabili.
  • Öll börn njóti grunnskólamenntunar árið 2015
  • Vinna að jafnrétti kynjanna og styrkja frumkvæðisrétt kvenna með því að eyða kynjamisrétti til skólagöngu í grunn- og framhaldsskólum fyrir árið 2005 og á öllum skólastigum fyrir 2015.
  • Lækka dánartíðni barna um tvo þriðju á tímabilinu 1990 til 2015. Fram kom hjá Stefáni að fyrir 150 árum var barnadauði 30% af hverjum 1000 fæddum (0-5 ára) á Íslandi. Þessi þáttur er lýsandi dæmi um baráttu UNICEF en tekist hefur að lækka barnadauða um 30%. Nefndi hann sem dæmi uppbyggingu heilsusela í Eþíópíu til að mæta þörfum ungra foreldra um aðgang að heilsugæslu og koma í veg fyrir vannæringu.
  • Vinna að bættu heilsufari kvenna með því að lækka dánartíðni vegna barnsburðar um þrjá fjórðu á tímabilinu 1990 til 2015.
  •  Berjast gegn alnæmi, malaríu og öðrum sjúkdómum sem ógna mannkyninu
  • Vinna að sjálfbærri þróun Framkvæma ríkjaáætlanir um sjálfbæra þróun fyrir árið 2005 og snúa þannig við neikvæðri þróun umhverfisáhrifa fyrir árið 2015. Lækka um helming hlutfall þeirra sem ekki hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni og viðunandi hreinlætisaðstöðu á tímabilinu 1990 til 2015 en þetta markmið hefur þegar náðst.
  • Styrkja hnattræna samvinnu um þróun en það hefur leitt af sér að um helmingur barna í heiminum hefur nú aðgang að fersku vatni. UNICEF er alfarið rekið á frjálsum framlögum og hvergi eru fleiri styrktaraðilar en hér á landi.

Til máls tóku Bergþór Halldórsson, Jón Ögmundsson, Jón Sigurðsson, Ásgeir Jóhannesson, Sigurjón Sigurðsson, Hallgrímur Jónasson. Farið var með fjórprófið og forseti sleit fundi kl. 13:30.