Fréttir
Staða landbúnaðarins hér á landi í næstu framtíð
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, var gestur fundarins í dag.
Á fundinum fjallaði Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna um stöðu landbúnaðarins hér á landi í næstu framtíð. Hann hóf umfjöllunina með því að sýna 8-10 mín. myndband um landbúnaðinn almennt og framleiðslu matvæla í heiminum. Þar kom m.a. fram að á næstu 40 árum mun eftirspurn eftir matvælum vaxa um í kringum 70%.
Að myndbandinu loknu gerði Haraldur grein fyrir samtökum bænda og gerði grein fyrir ýmsum tölulegum upplýsingum sem greinina varða. Að erindinu loknu svaraði Haraldur greiðlega fyrirspurnum fundarmanna.
Í fundargerð fundarins munu koma fram ítarlegri upplýsingar frá fundinum.