Fréttir

24.3.2016

Inntaka nýs félaga í klúbbinn

Guðný Helgadóttir

Á Rótarýfundinum 22. mars var nýr félagi, Guðný Helgadóttir tekin inn í klúbbinn fyrir starfsgreinina "Fræðslustarfsemi á framhaldsskólastigi"

Guðný Helgadóttir er með kennarapróf frá Kennaraháskóla Íslands og MA gráðu í hagnýtum skólarannsóknum. Hún hefur lengstum starfað sem deildarstjóri hjá menntamálaráðuneytinu en fór á eftirlaun á síðasta ári. Maki Guðnýjar er Ingimundur Gíslason.