Fréttir

15.2.2009

Fangelsisstjórinn á Litla-Hrauni gestur fundarins 17. febrúar

Margrét Frímannsdóttir var nýlega skipuð fangelsisstjóri

 

Gestur á næsta fundi Rótarýklúbbs Kópavogs er Margrét Frímannsdóttir, sem nýlega var skipuð í embætti forstöðumanns Fangelsisins Litla-Hrauni. Margrét hefur gegnt embætti forstöðumanns fangelsisins undanfarið ár í forföllum fyrrverandi forstöðumanns. Níu umsóknir bárust um embættið en umsóknarfrestur rann út 15. janúar sl. Margrét er fyrst kvenna til að gegna starfi forstöðumanns við fangelsi á Íslandi og hún var formaður nefndar sem vann að tillögum um framtíðarrekstur fangelsisins og lauk nefndin störfum í nóvember 2007. Hún gengdi ráðgjafarstörfum við fangelsið árið 2007 til að hrinda í framkvæmd niðurstöðum nefndarinnar. Alþingismaður fyrir Sunnlendinga frá 1987 til 2007.

Margrét Frímannsdóttir býr í Kópavogi.