Rússland og umheimurinn
Jón Ólafsson
Rótarýfundurinn 23. júní var í umsjón stjórnar. Fyrirlesari dagsinns var Jón Ólafsson, heimspekingur og prófessor við Háskóla Íslands.
Sjö gestir sátu fundinn, fjórir Rótarýfélagar frá Rótarýklúbbnum Storvik Hogfors í Svíþjóð, Lars Östergard forseti klúbbsins, Karl-Erik Tysk verðandi forseti, Jan Erik Bergström og Gunnar Siklberg. Einnig frá Rótarýklúbbi Reykjavíkur, Breiðholt, Kristján Búason og frá Rótarýklúbbnum Borgum, Kristján Guðmundsson og svo gestur fundarins og fyrirlesari, Jón Ólafsson.
Friðbert Pálsson form Ferðanefndar minnti á haustferðina til Skotlands og hvatti félaga til að skrá sig.
Lars Östergard forseti sænska rótarýklúbbsins sagði frá þeim félögum í klúbbnum sem nú væru í Íslandsferð og að þeir væru frá hinum ýmsu starfsstéttum s.s. viðskiptafræðingur, prestur, kennari og bóndi. Einnig afhenti Lars forseta vorum fána klúbbsins og fékk til baka fána okkar og afmælisritið. Lars ávarpaði okkur á íslensku sem féll í góðan jarðveg okkar félaga. Karl-Erik Tysk afhenti einnig bók sem hann er annar höfunda að og er nýútkomin í Svíþjóð.
Fundurinn var í umsjón stjórnar og kynnti forseti, Helgi Sigurðsson fyrirlesara, Jón Ólafsson heimspeking og prófessor við HÍ. Jón hefur doktorsgráðu frá Columbía háskólanum í NY og var auk þess við nám í Þýskalandi og í Rússlandi. – Forseti sagði að siðrof væri í íslensku samfélagi og fordómar gagnvart Rússlandi, því væri mikill fengur að fá okkar fremsta sérfræðing í málefnum Rússnesks samfélags til okkar til að fræða okkur um málefni Rússlands.
Fyrirlestur sinn nefnir Jón Ólafsson, – Rússland og Umheimurinn -.
Af mörgu að taka ef fjalla á um Rússland sagði Jón. Hann sagði m.a. frá heimildarmynd gerða af rússneskum stjórnvöldum og fjallar um það hvernig Rússar þurftu að bjarga Krímverjum inn í sitt gamla ríki. – Ekki er auðvelt að greina á milli sannleika og lygi, áróðri og/eða spuna í slíkri umfjöllum. –og hvernig getur forseti í svo stóru landi eins og Rússland er haft 90 % fylgi.- „Það er búin til ákveðin söguskýring, Vesturveldin hafa haft Rússland að leiksoppi skv. hinni nýju sögu allt þar til Putin kemur til valda sem bjargvættur“.- Mikil áróðursmaskína sem segir þessa sögu. – Það eru haldnir stókostlegir Olimpíuleikar, Krímskagi frelsaður osfrv. allt að þakka leiðtoganum Putin. - Leiðtogar Vesturveldanna hinsvegar sýndir sem skúrkar. –
„Lýðræðið er ekki frjálslynt heldur byggir á andlegum hefðum Rússlands og þar spilar kirkjan stórt hlutverk“. – Jón sagði t.d. frá viðhorfi gamals félaga síns frá námi í Rússlandi, sem segir og trúir að Rússland geti verið valkostur í alþjóðasamfélaginu. –Allt snýst um að styrkja þessa innviði Rússlands og gagnrýni nær ekki eyrum fólks, áróður stjórnvalda er það mikill.
Stjórnvöld hafa látið gera ný kort þar sem Krímskaginn er kominn undir Rússland og er kortið nefnt „Nýja Rússland“. Einnig hafa stjórnvöld látið gera kort sem heitir „Hið mikla Rússland“. Þetta hljómar eins og þeir séu að endurreisa Sovétríkin sagði Jón en sagði að þannig hefði Putin ekki talað áður, en erfitt er að segja hver afstaðan er í dag. - Spurningin er líka hvað er að gerast í Rússlandi núna, ekki hvað muni gerast þar í framtíðinni..
Fjölmiðlar eru tæki stjórnvalda til að koma sínum upplýsingum á framfæri. Opnar og frjálsar umræður eru ekki lengur mögulegar í fjölmiðlum í Rússlandi. Putin og hans fólk leyfir gagnrýni en stjórnar „main stream“ fjölmiðlum í landinu og áróðurinn er ekkert nema spuni, sagði Jón Ólafsson. Ýmis gagnrýni á stofnanir og/eða skóla í Rússlandi væri ekki sýnd nema með samþykki stjórnvalda. –Almenningur í Rússlandi les/skoðar fjölmiðla út frá því hverju stjórnvöld vilja koma á framfæri..
Nýfrjálshyggja á ekki heima þarna í dag og Rússland er horfið frá samstöðu og frjálsri umræðu við Vesturveldin. Þetta er komið út fyrir allt eftirlit almennings og venjulega túlkun á lýðræði sagði Jón Ólafsson. Jón sagði að Putin forseti Rússlands líkt og forseti Íslands teldi að framtíðin væri ekki í Evrópu heldur í austri, Indlandi og Kína.
Jón sagði aðspurður að glóbal hagsmunir væru þannig að ekki er hægt að skipta heiminum í blokkir eins og áður var, ný þjóðernishyggja frekar en kalda-stríðs hugsun. Einnig að efnahagur Rússlands væri dapur og að samdráttur væri talsverður á mörgum sviðum.
Sú skýring sem gefin væri er að Vesturveldin séu að þjarma að Rússlandi. Spurning hve lengi sú skýring heldur gagnvart þjóðinni sagði Jón Ólafsson í mjög fróðlegu erindi sínu.