Fréttir

24.5.2012

Rótarýfundur 22. maí: Almennar umræður um landsins gagn og nauðsynjar fyrr og nú

Fundurinn var í umsjón Starfsþjónustunefndar. Formaður hennar er Haukur Hauksson en enginn fyrirlesari mætti. Forseti gaf orðið laust og tóku eftirfarandi félagar til máls og ræddu hin fjölbreytilegustu mál sem brunnið hafa á þjóðinn fyrr og nú:

Ásgeir G Jóhannesson ræddi um afköst kynslóðanna. Jón Sigurðsson gerði að umræðuefni samgöngur á Suðurlandi og þátt Alþingis í byggingu Ölfusárbrúar. Kristófer Þorleifsson og Helgi Laxdal lögðu út frá sama efni og sögðu í gamansömum tón frá minningum úr æsku. Helgi Sigurðsson gerði að umtalsefni heilsufarsmál þjóðarinnar í sögulegu samengi. Ólafur Wernersson tók upp þráðinn og gangrýndi staðsetningu Landspítalans. Benjamín Magnússon gerði að umtalsefni viðhorf „miðaldra karlmanna“ og taldi að þeim vegið. Sveinn H Hjartarson bætti við það sem fram kom hjá Ásgeiri og nefndi kraftblökkina sem olli byltingu í síldveiðum.