Fréttir

18.11.2015

Nýr félagi tekinn í klúbbinn

Jóhann Þ. Guðmundsson

Á Rótarýfundinum 17. nóvember var Jóhann Þ. Guðmundsson, húsasmiður, tekinn inn í klúbbinn.

Magnús Már Harðarson kynnti nýjan félaga, sem tekinn var inn í klúbbinn á fundinum. Hann heitir Jóhann Þórður Guðmundsson og er fæddur 13. apríl, 1952.  Hann lærði húsasmíði og útskrifaðist 1973. Meistari varð hann í iðninni 1977. Hann hefur unnið við iðnina síðan.

Síðustu árin hefur trésmíðin vikið að nokkru leyti til hliðar fyrir áhugamáli hans um að safna og binda inn gamlar bækur.

Sambýliskona hans er Þórunn Ólafdóttir. Hann á 3 börn: Þau eru: (1) Sigurður Jóhannsson fæddur 1972, hann lærði prentiðn og vinnur hjá Nýherja. (2) Guðmundur Jóhannsson fæddur 1974, hann lærði bakaraiðn og húsasmíði vinnur hjá verktakafyrirtækinu Mótx. (3) Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttur fædd 1981. Hún lærði myndlist í Listaháskóla íslands og Hagnýta menningarfjölmiðlun við Háskóla Íslands. Hún  kennir myndlist við Grunnskólann á Ísafirði.

Hann á einnig tíu barnabörn.