Fréttir

4.5.2017

Fyrsti fundur eftir páskafrí - spjall á léttu nótunum

Rótarýfundurinn 2. maí átti að vera í umsjón Alþjóðanefndar en ekkert erindi lá fyrir. Þriggja mínútna erindi flutti Sveinn Hjörtur Hjartarson.

Forseti flutti ljóð eftir Snorra Hjaltason.

3ja mín. erindi flutti Sveinn Hjörtur Hjartarson. Sagði frá fyrirhugaðri ferð ömmu sinnar um aldamótin 1900 til Ameríku til að hitta mannsefnið sitt. Hún lagði af stað  með skipi en var sett í land á Ísafirði vegna sjóveiki. Skipstjórnarmönnum leist ekki á að ferja hana yfir hafið. Ekkert varð úr Ameríkuferð hjá henni, hitti bróður Ameríkufarans og giftist honum. Örlaugin taka stundum í taumana.

Fundurinn átti að vera í umsjón Alþjóðanefndar. Ekkert erindi lá fyrir.

Formaður lagði til að fundurinn fjallði um að maður sé manns gaman og bað menn um að taka til máls og segja eitthvað áhugavert t.d. gaman sögur.

Til máls tóku: Magnús Harðarson sagði frá komu stórfyrirtækja á Íslenskan markað. Guðmundur Lýðsson sagði sögu frá starfi sínu hjá hernum á Keflavíkurflugvelli. Helgi Sigurðsson sagði frá starfi sínu í lögreglunni á námsárunum. Jón Emilsson sagði frá veru sinni hjá Flugfélaginu og rifjaði upp sögur frá Grænlandsflugi. Sigfinnur Þorleifsson sagði sögu af tryggð manna við olíufélögin á sínum tíma, sem varð til þess að vélin í Moskvítch bræddi úr sér.

Í fyrirrúmi var gaman og alvara.

Guðmundur Þ. Jensson minnti fundarmenn á að Rótarýdagurinn væri n.k. laugadag  6. maí. Rótarýkakan verður afhent til þeirra sem skrifuðu sig á listann n.k. fimmtudag kl. 17:00 í Atlanta húsinu, verð kr. 2.500 fyrir kökuna innheimt á næsta fundi, þ.e. þriðjudaginn 9. maí.