Fréttir
  • Jónatan Garðarsson

12.7.2011

Á Rótarýfundi 12. júlí flutti Jónatan Garðarsson erindi um Reykjanesið, en hann verður leiðsögumaður í ferð Rótarýfélaga í september. Árni Björn Jónasson flutti 3ja mínútna erindi. Vilhjálmur Einarsson minnti á vinnuferðina í Lögberg þá um kvöldið

Árni Björn Jónasson flutti 3ja mínútna erindi og fjallaði það um breytingar á Íslandi í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Taldi hann að Íslandi myndi verða búið að ná sér eftir 5 ár.

Vilhjálmur Einarsson formaður landgræðslunefndar kvaddi sér hljóðs og minnti á vinnuferðina í Lögberg þá um kvöldið og hvatti til góðrar mætingar.

Forseti las bréf frá Loga Kristjánssyni um að hann segði sig úr klúbbnum.

Fundurinn var í umsjón ferðanefndar. Jón Emilsson formaður nefndarinnar ræddi um hugsanlegar ferðir á árinu aðallega innanlands en einnig hugsanlega til útlanda og þá væri mikill áhugi á París. Einnig kynnti hann fyrirhugaða ferð á Reykjanes, en dagsetning og tilhögun ferðarinnar verður kynnt síðar.

Jón kynnti síðan Jónatan Garðarsson fyrirhugagaðan leiðsögumann í ferðina á Reykjanes, en Jónatan hefur séð um leiðsögn á Reykjanesið og er mjög fróður um sögu svæðisins auk þess að vera þekktur fyrir skrif sín og þætti um tónlist og menningu. Jónatan flutti fróðlegt og erindi þar sem hann greindi frá jarðfræði, sérstakan áhuga Þjóðverja á Kleifarvatni, en minnst er á vatnið í bók Arnalds Indriðasonar. Sagði hann einnig frá áhugaverðum stöðum á nesinu, m.a. Krísuvík, Grænavatni og Krísuvíkurbergi.