Verðandi alheimsforseti Rótarý heimsækir Ísland
Rótarýfundurinn 26. maí var mjög óhefðbundinn en hann var haldinn vegna heimsóknar verðandi alheimsforseta Rótaryhreyfingarinnar Ian H.S. Riseley til Íslands. Með honum í för var eiginkona hans Juliet og hjónin Mikael og Charlott Ahlberg en hann er RI director á svæði 15 og 16 sem eru Norðurlönd og Eystrasaltslönd.
Fundurinn 23. maí, þ.e. á hefðbundnum tíma, féll niður.
Fundurinn hófst með að borinn var fram matur í fundarsal á fyrstu hæð á Grand Hótel og ræddu fundarmenn saman á meðan maturinn var snæddur og dreypt á víni með.
Forseti setti síðan formlegan fund um kl. 20.00. Fundurinn var 38. fundur starfsársins og fundur númer 2823 frá stofnun klúbbsins.
Á fundinn mættu 14 félagar úr Rótaryklúbbi Kópavogs sem gerði 38% mætingu. Gestir á fundinum voru hins vegar fleiri en tölu varð á komið með góðu móti bæði rótaryfélagar og makar þeirra.
Forseti hélt stutta ræðu þar sem hann m.a. bauð gesti velkomna og sérstaklega þá erlendu gesti sem voru á fundinum. Hann flutti síðan að venju ljóð sem að þessu sinni var eftir Hannes Pétursson.
Fundurinn var mjög óhefðbundinn en hann var haldinn vegna heimsóknar verðandi alheimsforseta Rótaryhreyfingarinnar Ian H.S. Riseley til Íslands. Með honum í för var eiginkona hans Juliet og hjónin Mikael og Charlott Ahlberg en hann er RI director á svæði 15 og 16 sem eru Norðurlönd og Eystrasaltslönd.
Eftir að forseti hafði sett fundinn tók Umdæmisstjóri Guðmundur Jens til máls og sagði deili á hinum erlendu gestum en 10 ár eru síðan alheimsforseti Rótary heimsótti Ísland síðast. Daginn áður höfðu Guðmundur og Svava kona hans farið með hina erlendu gesti í ferðalag þar sen komið var við í Vinaskógi og tré gróðursett og síðan farin hinn hefðbundna Gullna Hring.
Síðan tók til máls Ian Riseley og lét hann mjög vel yfir ferðinni til Íslands sem honum fannst hafa tekist mjög vel. Hann sagði frá undirbúningi sínum fyrir væntanlegt starf sem alheimsforseti sem krefðist mikilla ferðalaga og langra ekki síst fyrir hann, sem kæmi frá Ástralíu. Hann fór síðan yfir ýmsar hugmyndir sínar um starfið sem forseti og meðal annars var sú hugmynd að láta Rótaryhreyfinguna sjá til þess að gróðursett yrðu á næsta ári eitt tré fyrir hvern rótaryfélaga, hugmynd sem hugsanlega var komin úr Vinaskógi.
Síðan töluðu Knútur Óskarsson verðandi umdæmisstjóri og Mikael Ahlberg.
Farið var með fjórprófið og forseti sleit fundi um níuleitið.