Sérstakur saksóknari
Ólafur Þór Hauksson
Rótarýfundurinn 7. febrúar var í umsjón Laganefndar en formaður hennar er Margrét María Sigurðardóttir. Fyrirlesari á fundinum var Ólafur Þór Hauksson héraðssaksöknari og i yrrverandi sérstakur saksóknari. Hann kallaði erindi sitt: Stofnun og þróun embættis sérstaks saksóknara og verkefni þess.. Þriggja mínútna erindi flutti Ásgeir Jóhannesson.
Í þriggja mínútna erindi sínu sgaði Ásgeir Jóhannesson frá því að þennan dag, þ.e. 7. febrúar 1939, þegar hann var 7 ára hefði verið iðulaus stórhríð og þá hefði ung stúlka frá Húsavík farist á sjó. Sjö árum síðar þá lenti Ásgeir inn á miðilsfundi þar sem var enskur miðill sem lýsti aðstæðum við þetta slys mjög vel. Þegar hann var 22. ára endurtók sagan sig og hann kom inn á miðilsfund með íslenskum miðli sem endurtók söguna að Ásgeiri fannst með nánast sömu orðum.
Fundurinn var í umsjón Laganefndar og kynnti Jón Ögmundsson fyrirlesarann Ólaf Þór Hauksson héraðssaksóknara. Ólafur lauk lagaprófi árið 1989 og starfaði á ýmum stöðum, síðast sem sýslumaður á Akranesi áður hann var skipaður Sérstakur saksóknari árið 2009. Hann varð svo Héraðssaksóknari 2016.
Ólafur fór yfir starf sitt sem Sérstakur Saksóknari og kallaði erindi sitt : Stofnun og þróun embættis sérstaks saksóknara og verkefni þess.
Hann benti á að stjórnkerfið hefði ekki verið í stakk búið til að takast á við afleiðingar allsherjar hruns og því hefði verið gripið til margvíslegra sértækra úrræða af hálfu ríkisstjórnar og Alþingis. í upphafi voru 5 starfsmenn hjá embætti sérstaks saksóknara en urðu þegar mest var 108 auk fjölda verktaka. Reynt var að nota erlenda verktaka við ýmis verkefni en óhagræðið af því að þeir töluðu ekki íslensku gerði það ekki fýsilegan kost. Fjöldi mála sem embættið fékk til meðferðar var rúmlega 200 og mörg þeirra gífurlega flókin. Flest málin komu frá Fjármálaeftirlitinu en mörg frá öðrum aðilum svo sem Skilanefndum og Skattrannsóknarstjóra.
Í lok fyrirlestrarins fór Ólafur aðeins yfir Al Thani málið, sem er eitt stærsta málið sem Sérstakur Saksóknari vann að enda fór það margsinnis fyrir Hæstarétt. Áheyrendum Ólafs sem þekktu lítið til lagaklækja fanst málið ekkert sérstaklega flókið.