Fréttir
  • Karen E Halldórsdóttir 10júlí12

10.7.2012

Rótarýfundur 10.júlí: Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar

Geir A Guðsteinsson, formaður Mennigarmálanefndar kynnti fyrirlesara dagsins, Karen E Halldórsdóttur, formann Lista- og menningarráðs Kópavogs, sem sagði frá störfum nefndarinnar. Jóhann Árnason flutti 3ja mínutna erindi

1. fundur starfsársins og fundur nr. 2607 frá stofnun klúbbsins var haldinn í Veisluturninum þriðjudaginn 10. júlí 2012.

Jóhann Árnason fjallaði í 3ja mínútna erindi sínu um annarskonar ferðamennsku og átti við ferðir sumarhúsaeigenda sem skipta um búsetu á sumrin.

Formaður menningarmálanefndar, Geir A. Guðsteinsson, kynnti fyrirlesara dagsins Karen Elísabetu Halldórsdóttur, formann Lista og menningarráðs Kópavogs.

Karen ræddi m.a. um starfssvið Lista og menningarráðs Kópavogs. Undir ráðið heyrir Gerðarsafn, Salurinn, Bókasafn Kópavogs, Náttúrufræðistofa og Tónlistasafn Íslanda sem er samstarfsverkefni með ríkinu. Ráðið veitir styrki til einstaklinga, listahópa, félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana.

Karen gat þess að m.a hafi menningarstofnanir bæjarins staðið fyrir veglegri dagskrá fyrir börn í maí sl. undir heitinu Ormadagar og 28. júlí n.k. verður Kópavogsfundarins árið 1662 minnst.

Tekjur Lista- og menningarráðs eru 0,5-0.8% af útsvarsstofni nema annað sé ákveðið. Í ár eru til ráðstöfunar um 13 milljónir kr. Eftir hrunið hafa bankar og fyrirtæki sem næst lokað fyrir styrkveitingar til menningarmála.