Fréttir
  • Páll Harðarson 17jan12

19.1.2012

Rótarýfundur 17. janúar - Hlutverk og mikilvægi verðbréfamarkaðar við uppbyggingu íslensks efnahagslífs

Fundurinn var í umsjón Þjóðmálanefndar. Fyrirlesari var Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands og fjallaði um hlutverk og mikilvægi verðbréfamarkaðar við uppbyggingu íslensks efnahagslífs. Helgi Laxdal flutti 3ja mínútna erindi.

Forseti las bréf frá Kristjáni Þór Finnssyni þar sem hann segir sig úr klúbbnum vegna breytinga í vinnu þar sem honum er ekki kleyft að sækja fundi í hádeginu.

Jón Emilsson formaður ferðanefndar ítrekaði könnun nefndarinnar sem send hefur verið út. 15 hafa skráð sig í hvora ferð og viðraði hann þá hugmynd að kanna hvort menn vildu skipta.

3 mín. erindi flutti Helgi Laxdal og fjallaði hann um lagumgjörð fiskveiðistjórnunar og erfiðleika í þeirri lagasetningu.

Fundurinn var í umsjón Þjóðmálanefndar. Formaður hennar er Eggert Þór Kristófersson og kynnti hann fyrirlesara fundarins Páll Harðarson. Páll er fæddur 1966. Áður en hann hóf störf hjá Kauphöllinni árið 2002, var hann hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun í þrjú ár. Hann hefur doktorsgráðu í hagfræði frá Yale University.

Við sameiningu OMX og Nasdaq 2008 varð kauphöllin hluti af þeirri heild en hún hafði þá í nokkur ár verið aðili að OMX. Alls eru 3500 fyrirtæki skráð í samstæðunni þarf af 12 á Íslandi. Viðskiptin eru um 1/10 af heimsviðskiptum.

Brugðist var við kreppunni með niðurskurði en það sem hefur haldið rekstrinum gangandi undanfarin ár er skuldabréfamarkaðurinn. Breytingin á þeim markaði er að hann er nú nánast eingöngu ríkistryggð bréf en fyrirtækjabréf eru nánast horfin. Viðskipti með hlutabréf hefur verið mest í Högum. Nú eru væntingar um að félögum fjölgi á næstunni.

Þá ræddi hann spurninguna um hvort líkur væru á að allt færi í sama farveg og fyrir hrun. Lagi hann áherslu á að menn gæfu sér ekki að svo færi ekki. Menn þurfa að vera á tánum í þessum efnum og taldi hann margt benda til að svo yrði. Þar nefndi hann lagabreytingar og breyttar verklagsreglur þeirra sem að viðskiptum koma. Þá varaði hann við hættu af gjaldeyrishöftum og gangrýndi áætlun Seðlabankans um afnám þeirra hafta. Taldi hann m.a. að verulega skorti á að vitað væri um rétt gengi krónunnar.

Það eru tækifæri til að móta gróskumikla framtíð fyrir íslenskt atvinnulíf. Þar nefndi hann sjávarútveginn og orkugeirann sem dæmi.

Að lokum ræddi hann um stöðu íslenskra félaga á markaði í samanburði við erlend. 99% viðskipta erlendis er með bréf í félögum sem eru miklu stærri en þau íslensku. Þannig má leiða líkur að því að ef stærstu íslensku félögin hefðu reynt fyrir sér erlendis hefi þeim ekki vegna vel og líklega týnst í fjöldanum.

Fyrirspurnir komu frá Bryndís Hagan Torfadóttir, Eggert Þór Kristófersson, Ásgeir Jóhannesson, Jón Sigurðsson.