Umgjörð kjarasamninga á Norðurlöndum
Ólafur Darri Andrason
Rótarýfundurinn 5. maí var í umsjón Alþjóðanefndar. Form. nefndarinnar er Valur Þórarinsson. Fyrirlesari var Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ og nefndi hann erindi sitt "Umgjörð kjarasamninga á Norðurlöndum"
Þriggja mín erindi flutti Ólafur Ivan Wernersson
Friðbert Pálsson kvaddi sér hljóðs og mynnti á fyrirhugaða Skotlandsferð á haustdögum
3ja mín erindi flutti Ólafur I Wernersson. – Ólafur sagði frá upplifun sinni við að hefja störf sem kennari við Vélskólann fyrir tveimur árum. Hann sagðist nú að þessari reynsu ríkari hafa betri tök á efninu og kerfinu. –Ólafur sagði okkur frá breytingunni sem verður á nemendum á námstímanum, að þeir mannast og sjálfstraust þeirra vex um leið og þeir eru að afla sér þekkingar til fara út í atvinnulífið til hinna ýmsu starfsgreina. Ólafur sagði að reynsla sín segði að kennsla ætti vel við sig og öll þau mannlegu samskipti sem því starfui fylgir – og maður er manns gaman – sagði Ólafur I Wernersson í fróðlegu erindi sínu.
Fundurinn var í umsjón Alþjóðanefndar og kynnti Sigurjón Sigurðsson fyrirlesara, Ólaf Darra Andrason hagfræðing ASÍ. -Ólafur Darri starfaði hjá ríki og Reykjavíkurborg á árunum 1990-2002 sem deildarstjóri fjárhagsdeildar og forstöðumaður fjármálasviðs en hefur stýrt hagdeild ASÍ frá 2002. Hann er með BS próf í hagfræði frá HÍ og MS próf í fjármálum frá sama skóla. Ólafur Darri er kvæntur Kristjönu Bjarnadóttur forstöðumanni vefjaflokkanna í Blóðbankanum. Áhugamál Ólafs Darra tengjast mörg hver hreyfingu og útivist en hann hefur gaman af langhlaupum og fjallgöngum.
Erindi Ólafs Darra nefnir hann „ Umgjörð kjarasamninga á Norðurlöndum“.
Hann sagði frá kynnisferðum sem forustufólk í verkalýðshreyfingunni hefur farið til Norðurlandanna til að kynna sér hvernig staðið er að kjarasamningsgerð þeirra. –Aðaláherslan og grunnstefið er að raska ekki útflutningsatvinnuvegum og stöðugu gengi. Til þess þarf þríhliða samkomulag þ.e.a.s. milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins. – Allir eru ekki ánægðir með svo víðtækt samkomulag en samstaða um að láta dæmið ganga upp sagði Ólafur Darri. – Eftirfarandi er samantekt Ólafs Darra Andrasonar:
Umgjörð kjarasamninga á Norðurlöndum.
• Hinar Norðurlandaþjóðirnar leggja áherslu á að tryggja að kjarasamningar raski hvorki stöðugu gengi né samkeppnisstöðu útflutningsgreinanna.
• Stöðugt gengi leggur grunn að efnahagslegum stöðugleika
• Byggja upp kaupmátt í „hægum“ en öruggum skrefum
• 1,5% aukinn kaupmáttur í 15 ár þýðir 25% varanlega kaupmáttaraukningu
• Rammi um kjarasamninga er að mestu ákveðinn með samkomulagi heildarsamtaka á vinnumarkaði en ekki með löggjöf.
• Samningar eru milli heildarsamtaka um samskiptareglur og meðferð ágreiningsmála, oft nefndir aðalkjarasamningar.
• Kjör ákvarðist eins mikið og mögulegt er með kjara-samningum og sem minnst með löggjöf.
• Í gildi eru lög um félagsdóm og sáttastörf í vinnudeilum.
• Náið samstarf er haft við aðila vinnumarkaðarins um breytingar á löggjöf sem varðar vinnumál.
• Víðtæk þátttaka í heildarsamtökum beggja megin borðs
• Umboð til samningsgerðar er hjá stéttarfélögunum en þau framselja hluta þess eða það allt til heildarsamtakanna eftir atvikum
• Sama gildir almennt hjá heildarsamtökum atvinnurekenda á almenna vinnumarkaðnum, samningsumboðið er hjá atvinnugreinafélögunum og algengast að kjarasamningar séu gerðir fyrir heilar atvinnugreinar
• Efnahagslegar forsendur eru greindar og samanburður gerður við önnur lönd.
• Farið er yfir hvernig til hefur tekist með fyrri samninga.
• Á samningstímanum er staðan metin og farið yfir einstök mál og launatölfræði sem liggur til grundvallar mati á svigrúmi til launahækkana.
• Í samningsferlinu er unnið eftir umsömdum tímaáætlunum.
• Kröfur um breytingar á kjarasamningi þurfa að koma fram fyrir ákveðinn tíma og eftir það er ekki hægt að koma fram með nýjar kröfur.
• Almenn samstaða er um að útflutningsgreinar í alþjóðlegri samkeppni séu leiðandi (undanfarar) í launamyndun og skapi fordæmi fyrir aðra.
• Kjarasamningar í öðrum greinum eru nánast undantekningalaust innan ramma sem settur er af útflutningsgreinum.
• Almenn samstaða er um að launahækkanir allra kjarasamninga verði að vera innan þess ramma sem iðnaðurinn ræður við.
o Ákveðið svigrúm er fyrir sveigjanleika í útfærslum.
• Í Danmörku greiða félagsmenn félaga innan LO atkvæði um kjarasamninga sameiginlega og eru atkvæði talin úr einum potti.
o Náist ekki samningar er ríkissáttasemjara gert að leggja fram miðlunartillögu fyrir stéttarfélög sem ósamið er við.
o Með tengingu samninga í eina miðlunartillögu verður heildarniðurstaðan bindandi fyrir alla, jafnvel þótt einstök félög kjósi gegn tillögunni.
• Hin löndin afgreiða samninga í stjórnum félaga og atvinnurekendasamtaka eða í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna
• Til þess að koma á Norrænu fyrirkomulagi kjarasamninga þarf tvennt:
o Víðtæka sátt um Norræna fyrirkomulagið og þann aga sem því fylgir
o Efnahagsumgjörð og efnahagsstefnu sem styður við bakið á slíkri samningsgerð
• Því miður er hvorugt til staðar hér
o Ríkið hefur leitt aðra launastefnu en samrýmist Norræna módelinu
o Skortur á sýn varðandi peningastefnu, skulda- og skattalækkanir samrýmast ekki Norræna módelinu
o Veikur gjaldmiðill er ótraust umgjörð undir stöðugleika
• Almenni markaðurinn 3,1%
• BHM ríki 4,15%
• Háskólakennarar (BHM ríki) 9% - hagræðing
• BHM sveitarfélög 8,5%
• Framhaldsskólakennarar 16%
• Grunnskólakennarar 7,4% + sala á kennsluskyldu
• Leik skólakennarar 10,8% - hagræðing
• Tónlistarskólakennarar 16% - hagræðing
• ASÍ og BSRB sveitarfélög 8,1 - 8,2%
• Prófessorar við ríkisháskóla 9,6%
• Læknar 19,3%
• Erum við klókari en allir aðrir?
• Tillengri tíma getum við lært af frændum okkar á Norðurlöndunum
o Slíkt þarf að gerast í víðtækri sátt á vinnumarkaði
o Ríkisvaldið þarf að vera til í þríhliða samstarf um efnahags-, atvinnu- og velferðarmál
o Agi í hagstjórn og á vinnumarkaði er forsenda Norræna vinnumarkaðsmódelsins
• Í dag er ekkert af þessu til staðar.
Ólafur Darri kom einnig lítilsháttar inn á gjaldmiðlamál, en svo virðist sem Ísland skeri sig nokkuð úr öðrum þjóðum með sitt flotgengi.
Ólafur Darri sagði að endingu að við gætum margt lært af frændum okkar á Norðurlöndunum. Þar ber hæst:
• Víðtæk sátt á vinnumarkaði
• Ríkisvaldið þarf að vera til í þríhliða samstarf um efnahags- atvinnu- og velferðarmál.