Fréttir
  • Jón Finnbogason 31jan2011

2.2.2012

Rótarýfundur 31.janúar - Samruni BYR og Íslandsbanka

Fundurinn var í umsjón þjóðmálanefndar. Formaður hennar er Eggert Þór Kristófersson. Fyrirlesari var Jón Finnbogason fyrrverandi bankastjóri BYR og núverandi framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka. Fjallaði hann um vel heppnaðan samruna BYR og Íslandsbanka. 3ja mínútna erindi flutti Helgi Sigurðsson.

Jón Emilsson formaður ferðanefndar kvaddi sér hljóðs, og greindi frá stöðu ferðamála. 25 félagar og makar eru reiðubúnir að fara til Berlínar og Póllands. Hefur rætt við RK Borgir um áhuga þeirra um að taka þátt í ferðinni.

3 mín. erindi flutti Helgi Sigurðsson. Hann gerði að umræðuefni framsögu og ummæli Brynjars Níelssonar formanns Lögfræðingafélags Íslands sem var fyrirlesari á síðasta fundi. Var Helgi mjög ósáttur við margt sem þar kom fram. Helgi ræddi einnig um dagsgamla frétt í RUV þar sem það kom fram að aðeins um 20% þeirra sem hefðu nýlega flutt til Noregs hefðu verið atvinnulausir. Hann lýsti miklum áhyggjum af þessum landflótta fólks sem væri með vinnu en væri að leita eftir betri afkomu. Helgi hafði einnig áhyggjur af því að sérfræðingar í læknisfræði kæmu ekki heim til starfa að loknu sérfræðinámi. Það yrði að stoppa þennan atgervisflótta.

Fundurinn var í umsjón þjóðmálanefndar. Eggert Kristófersson formaður nefndarinnar kynnti fyrirlesarann.

Jón hóf mál sitt á því að segja að hann hefði verið gestur klúbbsins áður, en þá hafi hann verið fengin til að ræða um flutning Gusts, og svo núna um sameiningu BYR og Íslandsbanka. Sagði hann RK greinilega fylgjast mjög vel með hverjir stæðu fyrir hverju í bænum.

Jón hóf störf hjá BYR 2009 sem bankastjóri, en eftir að sýnt þótti að BYR gat ekki staðið undir kröfunni um eiginfjárstöðu hafi verið farið út í söluferli. Hann sagði að mikill meirihluti af starfsfólki útibúa sparisjóðanna hefði verið með langa starfsreynslu. Bæði þessi staðreynd og svo sá andi trausts og festu sem ríkt hefði í sjóðunum hefði þótt eftirsóknarverðir kostir fyrir Íslandsbanka.

Eftir að Íslandsbanki eignaðist BYR varð verkefnið það að sameina bankanna. Ræddi hann um ýmsa þætti sameiningarinnar og hvernig verkefnin hafi þurft að vera unninn skref fyrir skref. Allt varð að sannprófa áður en það var tekið í notkun. Útibúin voru annaðhvort sameinuð í húsnæði BYRs eða í Íslandsbanka, allt eftir því sem þótti henta best. Ekki var farið út í neinar kostnaðarsamar breytingar á húsnæðinu.

Þann 22 febrúar verður búið að sameina allt húsnæðið, en að sameining innri málaflokka og verklaga muni taka lengri tíma.

Fyrirspurnir komu frá: Jóni Ögmundssyni; Jóni Sigurðssyni og Ásgeiri Jóhannessyni;