Fréttir
Þorgeir Ólafsson flutti erindi um samskipti Íslands og ESB í mennta- og menningarmálum á fundinum í dag. Þórir Ólafsson flutti 3ja mínutna erindi.
Þórir Ólafsson flutti 3ja mínútna erindi. Hann talaði um gosið í Grímsvötnum en hann var einmitt staddur á Laugarvatni þegar það hófst. Þórir sýndi myndir af upphafi gossins sem þaðan voru teknar. Hann ræddi einig um mæla og mælingar á skjálftavirkni frá fyrri tíð.Fundurinn var í umsjón menningarmálanefndar en formaður hennar er Valur Þórarinsson, sem kynnti ræðumann dagsins, Þorgeir Ólafsson, sem starfar í Menntamálaráðuneytinu og er þátttakandi í yfirstandandi viðræðum um aðildina að ESB. Hann fór yfir þann hlutann sem hefur með menningu og listir að gera. Í ljós kom að á því sviði fer víðtæk starfsemi fram á vettvangi ESB sem við höfum þegar notið góðs bæði í formi víðtækra upplýsinga t.d. á sviði menntamála og þegar tölulegar upplýsingar eru skoðaðar kemur í ljós að við fáum verulega meiri fjármuni frá ESB í þessum málaflokki en við höfum greitt til ESB vegna hans.
Í fundargerð fundarins munu koma fram ítarlegri upplýsingar frá fundinum.