Fréttir

24.2.2011

Bæjarstjóra Kópavogs afhent eintak af 50 ára afmælisbókinni

Forseti-afhendir-baejarstjora-50ara-bokinaForseti Rótarýklúbbs Kópavogs, Helgi Laxdal, afhenti nýverið bæjarstjóranum í Kópavogi, Guðrúnu Pálsdóttur, að gjöf bókina Rótarýklúbbur Kópavogs 50 ára sem gefin var út á 50 ára afmælisdegi klúbbsins 6. febrúar sl. Bæjarstjóri þakkaði kærlega fyrir gjöfina og sagði við þetta tækifæri að klúbburinn starfaði af krafti og bókaútgáfan væri gott dæmi um það. Bókin væri einnig góð heimild um líf og starf í Kópavogi á síðustu 50 árum.