Fréttir
Reynslusaga lögblinds
Hjalti Sigurðsson
Rótarýfundurinn 14. nóvember var í umsjón ungmennanefndar en formaður hennar er Margrét María Sigurðardóttir. Gestur Margrétar og fyrirlesari dagsins var Hjalti Sigurðsson, sem er lögblindur skjólstæðingur hennar, en Margrét er forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Þriggja mínútna erindi féll niður.
Margrét María kynnti fyrirlesara fundarins Hjalta Sigurðsson. Hjalti hóf mál sitt að góðum íslenskum sið með því að greina frá því hverra manna hann væri.
Síðan greindi hann frá menntun sinni og störfum sínum í Finnlandi og á Íslandi.