Fréttir

10.4.2017

Lífdísill

Gylfi Árnason

Rótarýfundurinn 11. apríl var í umsjón Þjóðmálanefndar en formaður hennar er Ólafur Wernersson. Fyrirlesari á fundinum var Gylfi Árnason prófessor við Háskólann í Reykjavík og var umræðuefni hans Lífdísill.

Forseti flutti ljóð eftir Snorra Hjaltason.

3ja mín. erindi flutti Mariano Romarez skiptinemi frá Argentínu. Argentína er annað  stærsta land álfunar með 42 milljón íbúa. Hann fór víða um landið og sagði frá markverðum stöðum, m.a. fjöllunum fossum, sólarströndum, matarvenjum, fótboltanum, tangó dansinum. Mest þekki núverandi Argentínumaður er páfinn í Róm.  

Fundurinn var í umsjón Þjóðmálanefndar en formaður hennar er Ólafur Wernersson. Fyrirlesari fundarins er Gylfi Árnason  PhD. aðjunkt við Háskólann í Reykjavík og fjallaði fyrirlesturinn  um Lífdísilolíu.

Fyrsta díselvélin var fundin upp um 1881 og var knúin áfram með lífdísilolíu. Hluti af orkuskiptalausn Íslendinga er íblöndun 5%  af lífdísel í eldsneyti bifreiða sem er uppfyllt með innfluttri lífdísel. Hægt er að framleiða lífdísel á Íslandi m.a.úr repju. Áhugamenn hafa ræktað repju síðustu ár með ágætum árangri. Þessi ræktun hefur ekki verið studd af opinberum aðilum og aðstoð við að velja heppilegt yrki, áburðarmagn og heppilegar þreskivélar vantar. Ennfremur vantar verksmiðju til að vinna olíu úr repjunni og koma hratinu í verð sem er talin vera fyrsta flokks kjarnfóður. Gylfi leggur til að ríkið geri samning við bændur þar sem það ábyrgist kaup á 500 tonnum af repju á ári til að ýta undir þekkingu á ræktunni og í framhaldi verði hafin framleiðsla lífdísilolíu á allt að       5 þús. tonnum. Íslendingar nota rúm 400 þús. tonn af gasolíu og svartolíu árlega og án vandkvæða væri unnt að blanda þetta magn með allt að 20% af lífdísel sem gerir 80 þús. tonn. Auðveldlega má framleiða 50 þús. tonn af íslenskri lífdísel og mætti byrja á að rækta repju á söndunum undan Mýrdalsjökli. Þó unnið sé með aðra mögulegar orkuleiðir fyrir samgöngur og skip þá má gera ráð fyrir að næstu 25- 40 ár verði notuð jarðolía eða lífdísel í samgöngur og á skip. Breyting á eldsneyti fyrir flugvélar er ekki fyrirsjáanleg í framtíðinni. Hvað veldur því að ekki hefur verið unnt að opna augu stjórnmálamanna á mikilvægi framleiðslu á lífdísel  á Íslandi er ekki ljóst. Lífdíselframleiðsla er gömul og þekkt og er því e.t.v. ekki spennandi fyrir þá sem eru í forustu um tækniþróun. Málið spannar fjögur ráðuneyti og því óljóst hver ætti að taka forystu. Fyrirlesturinn var fræðandi og fluttur með bros á vör.