Fréttir

27.5.2015

Starfsgreinaerindi Hlyns Ingasonar

Rótarýfundurinn 26. maí var í umsjón Starfsþjónustunefndar. Formaður er Jón Emilsson. - Hlynur Ingason flutti starfsgreinaerindi. Þriggja mín erindi flutti Sævar Geirsson. Jón Haukur, fyrrum félagi í klúbbnum, sagði frá dvöl sinni í Suður-Ameríku undanfarin ár.

Eftirfarandi 3ja mín erindi flutti Sævar Geirsson:

Ágætu rótarýfélagar.

„Mig langar aðeins til þess að ræða um þær leiðir sem löggjafinn hefur sett á stofn til þess að jafna ágreiningsmál borgaranna og stjórnvalda. Þetta er yfirleitt kallað úrskurðarnefndir eða kærunefndir. Úrskurðir þessara nefnda hafa ekki dómagildi held ég að það sé kallað, og uni menn ekki niðurstöðunum verður að fara í dómsmál. Nú svo eru til umboðsmenn fyrir þetta og hitt en inn á það þekki ég ekki neitt nema að í minni sveit eru öll stóru happadrættin með umboðsmenn.

Ein af þessu nefndum þekki ég nokkuð vel það er úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála, en eins og nafnið gefur til kynna fjallar þessi nefnd um umhverfis og auðlindamál. Þarna situr ágætisfólk sem vinnur sín störf með sóma. Ekki versnaði það þegar að kona var skipuður formaður nefndarinnar nýlega, þá fóru hjólin að snúast.

Ég hef út af starfi mínu þurft að eiga talsverð samskipti við þessa ágætu nefnd aðallega vegna ágreiningis einstaklinga og sveitarfélaga. Þetta hefur falist í því að einstaklingar og sveitarfélög hafa komist upp með brjóta ýmis lög og reglugerðir. Undanfarna mánuði hef ég á þátt í 3 svona málum sem unnist hafa fyrir þessari ágætu nefnd, málum sem beinst hafa að sveitarfélögum og hafa niðurstöðurnar verið nokkuð afgerandi. En þá víkur svo við að upp spretta einhverjir lögmenn þessara aðila, það er sveitarfélaganna, sem halda því fram þetta gildi ekki um okkur og við þurfum ekkert að fara eftir þessu, við bara prófum aftur. Það er dálítið skrýtið í nútíma samfélagi að opinberir aðilar telji sig yfir lög og reglur hafin og geti í skjóli ábyrgðarleysis sólundað almannafé í svona bull vinnubrögð“..


Jón Haukur Sigurðsson gestur á fundinum óskaði eftir að fá að segja okkur lífsreynslusögu frá dvöl sinni í Suður-Ameríku. – Hann var búsettur í Colombíu og hugðist ferðast með rútu frá borginni Cali, fyrst til Bogota og síðan til Venesuela. Þetta gekk eftir en þegar hann var kominn í fjallahérað í Venesuela segir maður við hann. „Ertu kominn til að láta drepa þig, komdu þér strax í burtu, þú verður drepin eða þér rænt ef þú gerir það ekki“. Það reyndist hins vegar þrautin þyngri að fá far yfir landamærin aftur. Allt fullt með rútum og sama sagan á flugvellinum í Caracas.. Hann endar á að fara með smyglurum ásamt fjölda fólks eftir troðningum yfir landamærin gegn góðri greiðslu. Það reyndist svo vera sérsveit hersins sem tók þátt í þeirri starfsemi til drýgja tekjurnar. - En Jón Haukur komst síðan heill heim, reynslunni ríkari.


Forseti Helgi Sigurðsson sagði einnig frá lífsreynslu sinni við að finna hótel í stórborg í Bandaríkjunum. -Vinalegur maður bauðst til að aðstoða en gerir svo kröfu um greiðslu og lætur fylgja með að hann sé dæmdur morðingi..- Helgi greiddi umbeðna upphæð án tafa..


Fundurinn var í umsjón Starfsþjónustunefndar og kynnti formaður nefndarinnar, Jón Emilsson Hlyn Ingason félaga okkar til að fara með starfsgreina erindi sem fer hér á eftir;

Starfsgreinaerindi – ROTARÝKLÚBBUR KÓPAVOGS – 26.05.2015.

1. Ættin mín

a. Faðir minn Ingi Guðmar Ingimundarsson og er rafvirki. Móðir mín heitir Unnur Kjartansdóttir og er ljósmóðir.

b. Ég er strandamaður í föðurætt afi minn heitir Ingimundur Guðmundsson, og er fæddur 17. ágúst 1930 og var fæddur á Kleifum á Selströnd í Kaldraneshreppi rétt við Hólmavík og hann er lærður vélstjóri. Faðir hans Guðmundur Jóhannsson var smiður og bóndi á Kleifum og fiskimatsmaður hjá Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna. Ingimunda Þorbjörg Gestsdóttir – Ljósmóðir, húsmóðir, ein af fyrstu ljósmæðrunum á ströndum og. Fór á hryssu á milli bæja, hryssunni Freyju. Ásdís Ólafsdóttir amma mín frá Flateyri í Önundarfirði. – Faðir hennar hét Ólafur Guðmundur Sigurðsson. Hann var kennari, bakari og hreppstjóri á Flateyri, nb. gatan Ólafstún á Flateyri er nefnd eftir honum. Konan hans hét Valgerður Guðmundsdóttir og var húsfreyja í hreppstjórahúsinu.

c. Unnur Kjartansdóttir – Kjartan Bergmann Guðjónsson – Frá Flóðatanga í Stafholtstungum. Kjartan var kjörinn formaður UMF Stafholtstungna í Mýrasýslu 18 ára frá 1929-1931, og hóf þá félagsmálastarfsemi sína, sem hann hélt ætíð síðan. Kjartan gerðist bóndi á Sigmundarstöðum í Hálsasveit í Borgarfirði 22 ára með föðursystur sinni, Kristínu Kjartansdóttur, og bjó þar frá 1933-1938. Á þessum árum tapaði hann af glímuæfingum, sem annars hefðu orðið hans bestu glímuár að eigin sögn. Þegar Kjartan fluttist suður til Reykjavíkur gerðist hann lögreglumaður þar 1939-1942. Hann gerðist glímu- og sundkennari hjá ÍSÍ og fræðslumálastjórn víða um land 1942-1945, og svo framkvæmdastjóri ÍSÍ 1945-1951. Árið 1951 gerðist hann yfirskjalavörður Alþingis og starfaði hann þar til ársins 1982. Ásamt sínu aðalstarfi á Alþingi var íslenska glíman og ýmis störf innan íþróttahreyfingarinnar áfram hans hjartans mál. Hann var kosinn formaður Glímusambands Íslands á stofnfundi þess, 11. apríl 1965. Hann baðst undan formennsku 1970, en var kosinn aftur formaður 1974-1975 og vann þá að undirbúningi að för glímuflokks til Kanada sumarið 1975 í tilefni 100 ára afmælis landnáms Íslendinga í Vesturheimi. Kjartan Bergmann var aðalstofnandi Ungmennafélagsins Víkverja í Reykjavík 1964, og kennari þar til margra ára, og síðar kosinn heiðursfélagi. Einnig var hann kjörinn heiðursfélagi Glímusambands Íslands 1981 og Íþróttasambands Íslands 1992. Á ferli sínum sem glímumaður vann hann til flestra þeirra verðlauna sem íslenskur glímumaður getur unnið til, en aðalsmerki hans var að glíma fallega og drengilega glímu. Árið 1993 réðst Kjartan í það þrekvirki að gefa út bókina stóru sem hann og samdi, Íslensk glíma og glímumenn. – Amma mín Helgi Kristinsdóttir býr kona Kjartans af var húsmóðir og bjuggu þau lengst af á Bragagötu 30 í Reykjavík og flutti amma mín síðan á Skúlagötuna og býr þar í þjónustuíbúð núna.


2. Um mig, störf o.fl. 

- Útskrifaðist 2007 frá lagadeild Háskólans í Reykjavík.

- Æxlaðist þannig að ég hóf störf hjá skattstjóranum í Reykjavík (seinna voru embættin sameinuð í eitt hjá RSK). Var meira eða minna í málum tengdum virðisaukaskatti og því hafa þau málefni verið mér e.t.v. meira hugleikin en önnur – En þar er hægt að segja að ég hafi verið þess fyrst áskynja hvað hægt var laga, breyta og bæta hjá stjórnsýlunni og margt af þessum hlutum hafa ekki verið lagaðar enn í dag eins og málshraði í málum, að mál séu nægjanlega rannsökuð áður en tekin er lögformleg ákvörðun í málum o.s.frv, en ég mun svona betur koma inn á þetta síðar hér á eftir.

- Ég var um tíma hjá Logos lögfræðiþjónustu í hinum ýmsu lögfræðistörfum á stjórnsýslusviði og var í ýmsum skattamálum þar.

- Fór þaðan til tekju- og skattaskrifstofu Fjármálaráðuneytisins. Þar fékk ég mikla reynslu á sviði löggjafar og reglugerðarsetningar og hvernig framkvæmdin er og hvað má laga og bæta – Var t.d. að vinna í málum er tengdust gagnverum og löggjöf hér á landi, tengdum sköttum o.fl.

- Ég starfa núna sjálfstætt hjá félaginu mínu HI Legal ehf, en er í samstarfi við Lögmenn Sundagörðum. Sundagörðum niður í Sundahöfn og það hefur einhvern veginn þróast þannig nú að ég hef tekið að mér hin ýmsu mál og ekkert endilega þá einblínt á skattamál þrátt fyrir að þau séu mér og hafi að vissu leiti verið mér hugleikin í gegnum tíðina en þessi blessuðu skuldamál einstaklinga og fyrirtækja hafa tekið sinn toll.


3. Málshraði í stjórnsýslunni – vandvirkni lagasetningar o.fl.

Nokkur atriði sem mig langar að koma inn á hér í dag og kannski fyrsta atriðið lýtur að því hvað má bæta í samskiptum, lagasetningu og ákvörðunartöku hjá stjórnvöldum.

Stofnanir ríkisins, málshraði o.fl.

• Umboðsmaður skuldara og kærunefnd greiðsluaðlögunarmála

a. Málshraðinn – Upp undir 3 ár tók að komast að niðurstöðu í máli. Er það boðlegt fyrir almenning að þurfa að bíða eftir niðurstöðu í máli í slíkan tíma, aðstæður breyst o.s.frv.?

b. Raunveruleg dæmi um fólk sem hefur lent í þessu að þurfa að bíða þennan tíma.

• Yfirskattanefnd – Tímalengd og birting úrskurða emættisins 

o Hafa síðustu mánuði verið tað taka sig á í birtingu úrskurða og nýtt viðmótt litið dagsins ljós. Áður fyrr voru nokkrir úrskurðir birtir sem að náttúrulega er ekki borðlegt.

o Tímalengd í uppkvaðningu úrskurða getur tekið meira en ár að fá niðurstöðu, stundum 1 ½ ár. Lögbundið að þeir megi aðeins taka sér 6 mánuði í að kveða upp úrskurði.

• Ríkisskattstjóri – Birting ákvarðandi bréfa fyrir einstaklinga og fyrirtækja í landinu


o 1 bréf 2015, Ekkert bréf 2014 og 3 bréf 2013 – Beinir skattar.

o 1 bréf 2015, Reyndar 7 bréf 2014 og 1 bréf 2013.

• Sem dæmi fyrir gagnaver sem er að stofnsetja að þá skiptir gífurlega miklu máli að allt ferlið sé skilvirkt og gangi smurt fyrir eins og smurð vél.

• Gagnaver: Af hverju velur Apple, Goggle og/eða Facebook ekki að standsetja hýsingarþjónustua fyrir netþjóna sína í gagnveri hér á landi. Af hverju er stjórnvöld svona hrædd við að laða til sín stórfyrirtæki líkt og þessi.

o Ívilnanir o.fl.

o Samkeppni milli landa um þessi stórfyrirtæki og ef við ætlum að spila með og fá þessi fyrirtæki og þann ávinnig sem af þeim hlýst eins og

• Annað dæmi er nefnd sem heitir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Löggjöfin og nauðsynlegt að vanda til verka í lagasetningu

• Fyrirhyggja.

• Framtíðarsýn

• Vönduð lagasetning - - - Mörg lagafrumvörp eru sett fram rétt fyrir jólafrí og sumarfrí í þinginu – 

• Þarf að laga þar sem að samspil ráðherra sem í stjórnmálalegu tilliti sem hefur pólitískar skyldur gagnvart flokki sínum og kjósendum að koma málum í gegn og síðan hlutverk hans sem stefnumótandi aðila í ráðuneytinu út frá stjórnsýslunni fer ekki alltaf saman. – Niðurstaðan verður því oft á tíðum sú að löggjöf er ekki nægilega vönduð og fær ekki þá faglegu meðferð sem þörf er á hverju sinni.


4. Jón Steinar Gunnlaugsson og gagnrýni hans á Hæstarétt Íslands

• Velt upp vangaveltum Jóns Steinars.

• Fjölskyldustemming í Hæstarétti

• Hæstiréttur Íslands – Gagnrýni Jóns Steinars. Jón Steinar segir að hann vilji að dómarar skrifi nöfn sín við dóma til þess m.a. að auka traust til Hæstaréttar. – Saman um niðurstöðurnar....Allt í lagi ef að málefnalegar forsendur séu fyrir því. – Sjálfstæðir lögfræðingar.... 

• Það eigi ekki að vera samningar til staðar um dómsniðurstöðurnar og vill að sératkvæðin séu aukin í meiri mæli.

• Vangaveltur um skoðanir Jóns Steinars með Rotarýfélögum.