Fréttir

11.3.2018

Malavi

Guðmundur Rúnar Árnason

Rótarýfundurinn 13. mars var í umsjón Þjóðmálanefndar en formaður hennar er Ólafur Tómasson. Fyrirlesari á fundinum var Guðmundur Rúnar Árnason, sem sagði frá dvöl sinni í Malaví, þar sem hann var í 5 ár.

Ekkert þriggja mínútna erindi var að þessu sinni.

Fundurinn var í umsjón tveggja nefnda,  Klúbbþjónustunefndar en formaður hennar er  Magnús Már Harðarson og sá hann um inntöku nýs félaga og Þjóðmálanefndar, formaður hennar er Ólafur Tómasson sem sá um fyrirlesara fundarins.  Magnús Már stýrði síðan inntöku nýs félaga, Hafsteins Skúlasonar læknis og kynnti hann.  Jón Emils kynnti honum síðan starfsemi, sögu og markmið Rótarý og bauð hann velkominn og nældi í hann merki Rótarý. (SJÁ AÐRA FRÉTT UM INNTÖKU HAFSTEINS).

Bergþór kynnti síðan fyrirlesara fundarins, Guðmund Rúnar Árnason, stjórnmálafræðing.  Guðmundur flutti síðan erindi um störf sín í Malavi til 5 ára frá 2012 – 2017 á vegum þróunarsamvinnustofnunar Íslands.  Greindi hann frá landi og þjóð og starfi sínu þar.  Íslendingar sinna þar nú lýðheilsu-, mennta- og vatnsveitumálum.  Til þessara mála veitir íslenska ríkið 15 milljónir dollara til 5 ára.