Fréttir

12.4.2011

Ný sérlög klúbbsins samþykkt og erindi um Sunnuhlíð

Nýju sérlögin má sjá hér til hliðar undir Skjöl og skýrslur - Lög klúbbsins

Eirikur-Lindal-12.-april-2011Jon-Ogmundsson-12.-april-2011

Eiríkur J. Líndal er vinstra megin, en Jón Ögmundsson á hægri myndinni.


Gísli Tryggvason fjallaði í 3ja mínútna erindi um afdrif flokka, sem orðið hafa til sem klofningsframboð úr öðrum flokkum. Jón Ögmundsson kynnti lokadrög að nýjum sérlögum, sem fundurinn samþykkti samhljóða. Eríkur J. Líndal, fulltrúi klúbbsins í stjórn Sunnuhlíðar, gaf greinargóða skýrslu um starf og stöðu samtakanna.

Á fundi klúbbsins í dag voru samþykkt ný sérlög fyrir klúbbinn sem er að finna á heimasíðunni.
3 ja mín erindi flutti Gísli Tryggvason, sem fjallaði um afdrif flokka sem orðið hafa til sem klofningsframboð úr öðrum flokkum. Sagan segir að þau verða sjaldnast langlíf.
Meginefni fundarins var skýrsla Eiriks J Líndal fulltrúa klúbbsins í stjórn Sunnuhlíðar. Hann fór yfir stjórnkerfi heimilisins og sögu þess í megin-atriðum en heimilið var stofnað á árinu 1982 af frjálsum félagasamtökum í Kópavogi. Heimilið er fármagnað með daggjöldum úr ríkissjóði sem hafa ekki haldið í við verðlagsþróun síðari ára sem hefur leitt til viðvarandi taprekstrar. Um síðustu áramót nam uppsafnaður taprekstur um 200 milljónum kr.

Nánari fréttir af fundinum er að finna í fundargerðinni sem birtast mun fljótlega á síðunni.