Fréttir
  • Hilmar Ingi Jónsson 25sept12

25.9.2012

Orkusóun og öryggi

Á Rótarýfundinum 25. septembe, sem var í umsjón Rótarýfræðslunefndar, flutti Hilmar Ingi Jónsson hjá Remake eletric ehf., erindi um orkusóun og öryggi. 3ja mínútna erindi flutti Guðmundur Þ. Harðarson .

Geir A Guðsteinsson hvaddi sér hljóðs og minnti á málþing sem Rótarýklúbbur Borgarness stendur fyrir í tilefni af 60 ára afmæli klúbbsins. Þingið fer fram miðvikudaginn 3. október kl. 19.30 í Menntaskólanum í Borgarnesi.

Þriggja mínúta erindi flutti Guðmundur Þ. Harðarson. Hann sagði frá Ólympíuleikunum sem fram fóru í London s.l. sumar. Guðmundur sá um lýsingu á sundinu í RÚV. Það má segja að undirbúningur taki um 4 ár þó svo að mesta vinnan fari fram síðustu tvær vikurnar fyrir leikanna. Það þarf að safna saman ýmsum fróðleik um sundið, spá í met ofl. Hann var í útsendingarklefa meira og minna frá kl. 7.00 til 21.30 alla dagana sem keppni fór fram. Hann var oft spurður að því hvort ekki hefði verið gaman. Jú auðvitað var gaman sundið er mitt líf og yndi.

Jón B. Höskuldsson, formaður Rótarýfræðslunefndar, kynnti fyrirlesara dagsins Hilmi Inga Jónsson frumkvöðul. Hilmar er með próf í rafvirkjun og í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hilmir kallaði erindið Orkusóun og öryggi. Hilmir uppgötvaði í starfi sínu sem rafvirki að skortur var á greiningatækjum til bilanaleitar og kviknaði þá hugmyndin um að búa til tæki til að auðvelda greiningu. Hann stofnaði fyrirtækið Remake Electric árið 2010 til að koma búnaðinum í framleiðslu og sækja um einkaleyfi fyrir mælibúnaðinn. Samþykki fyrir einkaleyfið er í höfn. Nýsköpunarsjóður kom að félaginu árið 2010 og er með 18% hlutdeild.

Remake Electric hefur þróað rafskynjara sem kemur í stað hefðbundinna rafmagnsöryggja. Búnaðurinn nýtist vel sem greiningatæki og gefur notendum, bæði heimilum og fyrirtækjum, færi á að vera upplýstir um rafmagnsnotkunina og stuðla þannig að orkusparnaði og auka öryggi. Með mælibúnaði e-Tactica er hægt að skoða spennu, straum, aflstuðul á inntaki, kvíslum, hita og vatnsflæði. Orkunotkun fyrirtækja sem hafa sett búnaðinn upp hefur minnkað um 20-40%.

Remake hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar og verðlaun fyrir sínar lausnir og stefnir að því að verða leiðandi á alþjóðamarkaði með lausnir fyrir orkustjórnun.