Fréttir
Vextir
Yngvi Örn Kristinsson
Rótarýfundurinn 22. ágúst var í umsjón Rótaryfræðslunefndar en formaður hennar er Benjamín Magnússon. Ræðumaður dagsins var Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur. Þriggja mínútna erindi flutti Werner Rasmusson.
Í þriggja mín. erindi sínu greindi Werner frá ferð á skátamót í Frakklandi í ágúst 1947. Ingvi Örn ræddi um vaxtamál. Meðal annars almennt um vexti, vexti og hagstjórn og verðbólgumarkmið. Hann sagði síðan að hagspár væru undirstaðan. Í lokin sýndi hann nokkrar myndir um þróun vaxta, verðbólgu og peningamála á Íslandi síðustu árin.