Áfengisfrumvarpið og ferðamenn
Siv Friðleifsdóttir
Rótarýundurinn 20. október var í umsjón þjóðmálanefndar. Aðalfyrirlesari var Siv Friðleifsdóttur fyrrverandi ráðherra og fjallaði hún einkum um áfengisfrumvarpið og hina miklu fjölgun ferðamanna til Íslands. Kristinn Dagur Gissurarson formaður þjóðmálanefndar kynnti Siv. Þriggja mínútna erindi flutti Guðmundur Jens Þorvarðarson.
Þriggja mínútna erindi flutti Guðmundur Jens Þorvarðarson verðandi umdæmisstjóri Rótarý-hreyfingarinnar á Íslandi. Hann minntist heimsóknar fulltrúa á umdæmisþing Rótarý í Borganesi á landbúnaðarsafnið á Hvanneyri sem rifjaði upp hjá houm gamlar minninar frá því hann sem barn dvaldi fjögur sumur á bænum Sveinatungu í Norðurárdal. Á safninu kvaðst Guðmundur hafa séð orf og ljá, gamlan Ferguson, allt saman tæki og tól sem hann vann með eða umgekkst þessa sælu sumardaga á sjötta áratug síðustu aldar. Guðmundur fjallaði um landgæði í kringum Sveinatungu, þróun byggðar og miklar breytingar á búsetuháttum. Á þessum tíma voru kýr handmjólkaðar þar sem engin mjaltavél var á bænum.
Aðalerindi flutti Siv Friðleifsdóttur fyrrverandi ráðherra en formaður þjóðmálanefndar, Kristinn Dagur Gissurarson, kynnti Siv og fór um hana fögrum orðum.
Siv fjallaði um ferðamál í víðu samhengi og tæpti á auknum kröfum um öryggi sem óumflýjanlega fylgir auknum straumi ferðmanna til Íslands. En fyrst viðraði hún skoðanir sínar á frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um verulega rýmkun á reglum um verslun með áfengi. Hún kvaðst algerlega vera á móti því frumvarpi og kvaðst myndu fylkja sér með þeim sem væru því andvígir. Mikilvægt væri að lýðheilsusjónarmið væru sett í fyrsta sæti í þessum málaflokki. Nefndi hún að fyrirséð væri aukin áfengisneysl kallaði á meiri útgjöld hins opinbera vegna þess skaða sem aukin neysla hefði og hún sem skattgreiðandi væri ekki sátt við það. Hún ræddi um útsmognar afgerðir við að auglýsa áfengi t.d. bjór og hvernig kvikmyndaðiðnaðurinn væri undirlagður af áfengisauglýsingum með beinum eða óbeinum hætti. Allir seðlar virtust grænir í Hollywood. Nefndi Siv sem dæmi kvikmynd um njósnarann James Bond þar sem bjórframleiðandinn Heineken fékk að leika lausum hala langtímum saman.
Þvínæst vék Siv að þeirri sprengingu sem orðið hefði á ferðamálum hér á landi og úrlausnarefni sem því tengdust. Það væri hluti alþjóðlegrar þróunar; almenningur víða um lönd, t.d. í Asíu, væri að ferðast meira en nokkru sinni fyrr. Ísland hefði með ýmum hætti fengið mikla auglýsingu sem spennandi áfangastaður og nefndi Siv gosið Í Eyfjallajökli árið 2010 sem dæmi og fall krónunnar hefði einnig hjálpað til fyrst eftir hrun. Innviðir ferðaþjónustunnar væri ekki nægilega sterkir, aðstaða mætti víða vera betri en greinin væri að vinna með land þar sem osnortin víðerni væri 40% af landinu. Í stefnumótun um ferðamál ættu Íslendingar að temja sér það sem Siv vildi kalla hnattræna hugsun.
Siv ræddi síðan að þensla í greininni kallaði á aukna hættu á slysum. Mikivægt væri að viðbragðsáætlanir væru vel unnar og og hún hefði á vettvangi norrænar samvinnu beitt sér í þeim efnum. Fyrir lægi samningur við norsk yfirvöld um aðstoð ef til stórslyss kæmi hér á landi en vinnuferlar í slíkum málum krefðu á um sérþekkingu og mikla nákvæmni.