Fréttir

20.11.2014

Málefni Kópavogsbæjar

Ármann Kr. Ólafsson

Rótarýfundurinn 25. nóvember var í umsjón Þjóðmálanefndar. Formaður er Jón Sigurðsson. - Gestur fundarins og fyrirlesari var Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs og ræddi hann um málefni Kópavogsbæjar. - Þriggja mín erindi flutti Helgi Laxdal.

Í 3ja mín erindi sínu sagði Helgi Laxdal frá minnisstæðum og skemmtilegum mönnum frá æskuslóðum sínum í Þingeyjarsýslu, þar á meðal nokkrum ættmennum sínum. Í frásögn sinni sagði hann m.a.frá einum frænda, sem var vel til kvenna og átti börn þó kominn væri vel yfir miðjan aldur. Góður rómur var gerður að skemmtilegu 3ja mín erindi Helga Laxdal.

Fundurinn var í umsjón Þjóðmálanefndar og kynnti Páll Magnússon gest fundarins og fyrirlesara, Ármann Kr Ólafsson bæjarstjóra Kópavogs. Ármann er fæddur á Akureyri 1966. Stúdent frá MA og BA í stjórnmálafræði frá HÍ 1994. Ármann stofnaði EnnEmm auglýsingastofu og var framkv.stj. 1991-1995. Hann var aðstoðarmaður þriggja ráðherra á ellefu árum, 1995-2006. Bæjarfulltrúi í Kópavogi frá 1998. Hann hefur verið forseti bæjarstjórnar, átt sæti í bæjarráði, form skipulagsnefndar, skólanefndar, atvinnumálanefndar og félagsmálaráðs. Hann var formaður stjórnar Strætó 2006-2008. Alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Sv-kjördæmi 2007-2009.

Ármann sagði frá aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 á Kársnesinu og svæðinu þar sem skilgreint er sem atvinnusvæði en gert er ráð fyrir sjávarfyllingu á þessu svæði en göngu og hjólastígar verða með allri ströndinni. -Hann sagði frá uppbyggingu Gamla Kópavogsbæjarins og Kópavogshælisins sem Hringskonur byggðu. –Merkileg hús sem ætlunin er að verði menningarmiðstöð í Kópavogi í nálægð sundlaugarinnar ofl. stofnana. Ekki næst að húsin verði tilbúin fyrir afmæli bæjarins eins og stefnt var að en ætlunin er samt að þar verði sýningar á afmælisárinu og einnig til að minnast 100 ára kosningaréttar kvenna. -Ármann bæjarstjóri sagði síðan frá skipulagi við Smárann en þar er áætlað að rísi 500 íbúða byggð, fyrst 300 íbúðir til að byrja með. Atvinnuhúsnæði er fyrirhugað næst Reykjanesbrautinni en framtíðar draumur er að Reykjanesbrautin verði í yfirbyggðum stokk. Skipulag íbúðasvæðisins tekur talsvert mið af fjölbýlishúsum á Norðurlöndunum, bílastæði verða t.d. ekki við húsin heldur undir þeim. Hann sagði að þetta svæði væri búið að vera 25 ár í þróun og kominn tími til að því fari að ljúka.

Ármann sagði frá fjárhagsáætlun bæjarins en fyrri umræða um hana fór fram 11 nóvember s.l. Fyrirkomulag fjárhagsáætlunar er mótuð með því að sviðsstjórar setja inn í ramma fjárhagsþörf v/ verkefna á sínu sviði í bæjarfélaginu. Markmið er að veltufé standi undir afborgunum og lækkun skulda bæjarfélagsins. Útsvar er 14,48% (undir hámarki) í Kópavogi og gat Ármann þess að þrátt fyrir aðhald í rekstri og reiknuðum rekstrarafgangi hafa hækkanir á gjaldaliðum s.s. launahækkanir kennara ofl étið það upp. Hann taldi hins vegar að hækkun á launum kennara væri fjárfesting til framtíðar með betri skóla með meiri starfsánægju. Hann fór einnig í stuttu máli yfir áætlaða þróun tekna og skulda í rekstri bæjarins.

Ármann bæjarstjóri sagði að Kópavogur hefði 410 íbúðir í félagslega kerfinu en sagði það sína skoðun að umræðan um félagslegt húsnæði væri út úr korti að mörgu leyti og nágrannabæjarfélögin stæðu Kópavogi langt að baki hvað varðar hlutfall félagslegs íbúðaframboðs..

Helgi Sigurðsson spurði um hreinsun á rusli á Kársnesinu þ.m.t. leigu atvinnuhúsnæðis sem íbúðahúsnæði sem ekki uppfyllti skilyrði til slíks. – Kristinn Dagur ræddi um Smárasvæðið og Reykjanesbrautina, einnig fyrirhugaða brú yfir Fossvoginn. – Guðmundur Harðarson spurði um fyrirhugaða byggð við/á Nónhæð.