Fréttir
  • Björgvin G Sigurðsson 4des12

4.12.2012

Menntamál

Rótarýfundurinn 4. desember var í umsjón Menningarmálanefndar. Formaður hennar Geir A Guðsteinsson. Gestur fundarins var Björgvin G. Sigurðsson, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. 3ja mínútna erindi flutti Jón Sigurðsson.

Í þriggja mínútna erindi sínu sagði Jón Sigurðsson frá ferð sinni til Madrid sem hann fór nýlega ásamt konu sinni. Lýsti hann borginni, mikilvægi hennar sem miðstöðvar verslunar, iðnaðar og fjármála fyrir Suðurevrópu og tengslin við Suðurameríku.

Rakti hann sögu Spánar frá 5. öld og fram til þess tíma sem Ferdinand og Ísabella gengu í hjónaband og skipulegar ofsóknir á hendur Márum og Gyðingum.

Geir Guðsteinsson, formaður Menningarmálanefndar, kynnti fyrirlesarann Björgvin G. Sigurðsson. Björgvin er formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis og er menntaður í sagnfræði og heimspeki.

Björgvin tók fyrir menntamál. Hann vitnaði í skýrslu starfshóps um samþættingu menntunar og atvinnu. Þar kemur m.a. fram að þriðjungur Íslendinga hefur ekki lokið námi á framhaldsskólastigi. Brotthvarf er viðvarandi vandamál. Námstími er óvenju langur.

Lagðar eru fram tillögur til úrbóta. M.a. að allir nemendur ljúki a.m.k. framhaldsskólaprófi. Aðgerðir gegn brotthvarfi hefjist strax í grunnskóla. Aukin áhersla verði lögð á verk- og tæknigreinar í grunnskóla og nýjar námsleiðir þróaðar. Margt fleira mjög áhugavert kom fram í erindi Björgvins.

Unnt er að nálgast skýrsluna hér: http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/7412