Fréttir

5.10.2016

Umdæmisstjóri flytur boðskp sinn

Guðmundur Jens Þorvarðarson

Rótarýfundurinn 4. október var í unsjón stjórnar. Umdæmisstjóri Guðmundur Jens Þorvarðarson ásamt konu sinni heimsótti klúbbinn. Kristófer Þorleifsson flutti 3ja mínútna erindi.

Forseti bauð gest fundarins  velkominn en það var Svava Haraldsdóttir eiginkona Umdæmisstjóra.   Forseti fór síðan með stutt ljóð Út og heim eftir Björn Sigurbjörnsson.

Þriggja mínútna erindi+ flutti Kristófer Þorleifsson. Hann kom víða við í sínu erindi, á Umdæmisþingi í Borgarnesi, í útskriftarferð lækna til Klettafjalla auk margra sagna úr læknastarfinu.

Guðmundur Ólafsson tók næstur til máls og minnti á að aðeins 10 dagar væru í umdæmisþing Undirbúningur hefði gengið vel en í nokkrum tilfellum hefðu menn verið komnir upp að vegg en í öllum tilfellum hefðu máli leystst farsællega og jafnvel betur ef það er hægt. Það gengi vel að hafa 4-5 menn í skipulagningu en þegar á hólminn væri komið á Umdæmisþinginu þyrfti mun fleiri jafnvel 20 - 30 manns.

Aðalerindi  fundarins var heimsókn Umdæmisstjóra en þar voru hæg heimatökin enda Guðmundur Þorvarðarson umdæmisstjóri félagi okkar í klúbbnum.

Yfirskrift erindis Guðmundar var einkunnarorð Rótary:    Þjónusta ofar eigin hag.

Guðmundur rakti nokkuð sögu rótary frá stofnun hreyfingarinnar og fór yfir sögulegar staðreyndir í áranna rás . Þá fór hann yfir helstu áherslur núverandi alheimsforseta John F. Germ og helstu verkefni hreyfingarinnar.