Eldhugi Kópavogs 2016
Þórður Guðmundsson
Rótarýfundurinn 22. mars var á vegun viðurkenningarnefndar en formaður hennar er Helgi Sigurðsson. Helsta mál á dagskrá var afhending á viðurkenningunni Eldhugi Kópavogs. Nýr félagi, Guðný Helgadóttir, var tekin inn í klúbbinn (sjá sérstaka frétt)
Eftir inntöku Guðnýjar veitti Rótarýklúbbur Kópavogs Eldhugann í 20. skipti. Eldhugi Kópavogs árið 2016 er Þórður Steingrímur Guðmundsson, fæddur 30. júní 1945, fyrir störf að félagsmálum og frumkvöðlastarf fyrir Sögufélag Kópavogs.
Þetta eru helstu æviatriði Þórðar:
Hann ólst upp fyrstu fimm árin í Unuhúsi við Garðastræti 15 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Guðmundur Gíslason bókbindari og Guðný Þórðardóttir, sem reistu hús að Vallargerði 6 og fluttu þangað árið 1950 og voru þau á meðal fyrstu íbúa Kópavogs, en bærinn fékk kaupstaðaréttindi árið 1955. Þórður var alin upp við Vallargerðisvöllinn sem var fyrsti og eini fótboltavöllurinn í Kópavogi um árabil. Hafði það mikil áhrif á áhuga hans á íþróttum, sem beindist fyrst í stað að knattspyrnu. Hann var virkur félagi í Ungmannafélaginu Breiðablik, í knattspyrnu og síðar í frjálsum íþróttum, einkum hlaup millivegalengda. Hann vann 1500 metra hlaup á tveimur landsmótum UMFÍ, varð Íslandsmeistaratitla í greininni og átti sæti í landsliði Íslands í frjálsum íþróttum.
Þórður var virkur í félagsmálum fyrir Breiðablik, sat í stjórn frjálsíþróttadeildar félagsins í samtals 30 ár og gengdi þar ýmsum trúnaðarstörfum var m.a. brennustjóri fyrir áramótabrennuna í 12 ár.
Árið 2000 hlaut hann æðstu viðurkenningu Breiðabliks - „Heiðursbliki“ og árið 2005 var hann sæmdur gullmerki ÍSÍ og hlotnaðist þá einnig “Félagsmálaskjöldur UMSK. “
Hann var stærðfræðikennari Víghólaskóla og síðar Digranesskóla í samtals í 35 ár. Árið 2007 sigruðu nemendur í 9. bekk E í Digranesskóla Kópavogs í Norrænni Stærðfræðikeppni sem fór fram í Svíþjóð, en nemendur þökkuðu honum fyrir sinn árangur. \"Við erum með svo góðan kennara,\" sögði þeir að loknni keppni.
Hann endurreisti/stofnaði Sögufélag Kíopavogs ásamt Frímanni Ingi Helgasyni haustið 2011. Á stofnfundinn komu rúmlega 80 manns. Þórður var kosinn formaður þess og er það enn. Starfsemi félagsins er margþætt en helstu markmið þess eru:
Að safna gömlum munum og einkum ljósmyndum. Skanna myndirnar og koma þeim á stafrænt form.
Spjallfundir. Vettvangur fyrir félagana m.a. skoða gamlar ljósmyndir á tjaldi og gagnlegar umræður út frá myndunum.
Fræðslugöngur um valdar götur og hverfi.
Útgáfa smárita Sögufélagsins að jafnaði eitt á ári.
1. Fyrsta ritið var Æskuminning Eyþórs Sigmundssonar
2. Herskálabyggðir í Kópavogi , Friðþóri Eydal.
3. Þriðja ritið Vatnsendi úr heiðarbýli í þétta byggð í samantekt dr. Þorkels Jóhannessonar. Rakin er þar saga bræðranna Sveins/Finnjóns Mósessona og fjölskyldu þeirra - Nýbýlaveginn frá því um 1938.
Bæði fundirnir og göngurnar á vegum hafa verið afar vel sóttar (150 til 200 manns hafa mætt að jafnaði) .
Við athöfn Rkl. Kópavogs afhentu Bryndís Torfadóttir forseti og Sævar Geirsson Þórði blóm og styttuna, Eldhuga Kópavogs 2016. Að því búnu hélt Þórður erindi um Sögufélag Kópavogs og sýndi jafnframt gamlar ljósmyndir sem tengjast sögu bæjarins. Í erindi sínu minntist Þórður gamalla Kópavogsbúa t.d. Finnboga Rúts Valdimarssonar, Péturs Maack og fleiri góðra manna. Hann kvaðst hafa fundið heimildir og ljósmyndir af merkri vind-rafstöð, þeirri fyrstu sem reist var á Íslandi en það var árið 1927. Hún fauk síðar í miklu í skaðræðisveðri.
Þórður fjallaði einnig um um atvinnu- og búskaparhætti í Kópavogi, slysfarir og merkan kveðskap Matthías Jochumssonar slíkum atburði tengdum og sagði að lokum sögu af Jóni nokkrum Guðmundssyni frá Digranesi sem hafði fé á fjörubeit en lenti í miklum hrakningum er falla tók að og þurfti að skjóta út bátkænu til að bjarga manninum sjálfum og fé hans. Eftir mikla vosbúð var Jón orðinn svo kaldur að nauðsynlegt var talið að hella í hann þó nokkru af brennívíni sem hann hafði aldrei smakkað fyrr en hneigðist fullmikið drykkju eftir það.
Erindi Þórðar var fróðlegt og dýpkaði skilning fundarmanna á sögu Kópavogs.