Fréttir
  • Jón Þrándur Stefánson 2feb12

21.2.2012

Rótarýfundur 21. febrúar - Hver er staða Japans í dag og hvað má læra af kreppunni þar?

Fundurinn var í umsjón Alþjóðanefndar. Formaður hennar er Sigbjörn Jónsson. Fyrirlesari var Jón Þrándur Stefánsson hagfræðigur, prófessor í BNA og um tíma á Bifröst og Japan. Hann er arkitektinn á bak við virðisaukaskattslögin. 3ja mínútna erindi flutti Sigfinnur Þorleifsson.

3ja mínútna erindi flutti Sigfinnur Þorleifsson. Fjallaði hann um föstuna og ræktun líkama og sálar og vitnaði í Hallgrím Pétursson og passíusálmana.  

 

Fundurinn var í umsjón Alþjóðanefndar. Sævar Gerisson kynnti fyrirlesara Jón Þránd Stefánsson hagfræðing. Jón Þrándur lauk MBA prófi frá The University of North Carolina árið 1992 og doktorsprófi frá Kobe University of Commerce í Japan. Fyrirlesturinn nefnir hann Hvað má læra af kreppunni í Japan.

Vaxandi viðskiptahalli er í Japan og erfiðleikar í opinberum fjármálum. Japanska efnahagsundrið sem átti rætur að rekja til hraðrar uppbyggingar eftir seinna stríð beið skipbrot í hruni 1995. Allt fram undir þetta eða sl.. 20 ár hefur verið efnahagsleg stöðnun í landinu, minna traust á stjórnmálamönnum og forsvarsmönnum í viðskiptum. Spilling og ógagnsæi í stjórnsýslu og mistök í hagstjórn.

Þannig dró Jón mynd af því sem líkt er með þróun efnahagsmála í Japan og Íslandi. Nefndi hann m.a. þróun landsframleiðslu og atvinnuleysis í löndunum tveimur, opinberar skuldir sem eru mikið vandamál i báðum löndum og áhugaleysi yngri kynslóðarinnar á stjórnmálum.

Þá fór hann yfir viðbrögð Japana, hæga endurskipulagningu hagkerfisins, hæga alþjóðavæðingu. minni neyslu og verðhjöðnun.

Þróun mannfjölda í Japan  leiðir af sér vaxandi vandamál vegna fjölgunar eldri borgara og færri einstaklinaga á vinnumarkaði.

Bóluhagkerfi sem einkenndi bæði löndin felur í sér virðishrun fasteigna og lands þegar bólan springur. Það leiðir af sér minnkandi fjármagn í umferð og aukin skuldavanda sem hrjáð hefur bæði löndin með sambærilegum hætti.

Að lokum taldi Jón að við gætum lært margt af Japönum og efnahagssögu þeirra síðustu 20 árin. Haftakerfi virkrar ekki og mikilvægt að byggja upp grunnstoðir samfélagins.

Fyrirspurnir komu frá Benjamín Magnússyni, Geir A Guðsteinssyni, Helga Sigurðssyni, Sveini H Hjartarsyni og Margréti Maríu Sigurðardóttur