Fréttir

18.10.2011

Innri málefni klúbbsins

Á Rótarýfundinum 18. október var rætt um innri málefni klúbbsins, fundartíma, öflun nýrra félaga o.fl. Bryndís Hagan Torfadóttir flutti 3ja mínútna erindi. Fjárhagsáætlun fyrir starfsárið var samþykkt samhljóða.

Ritari gerði stuttlega grein fyrir umdæmisþingi.

Forseti las upp bréf frá Hlyni Ólafssyni þar sem hann segir sig úr klúbbnum vegna breyttra aðstæðna.

3ja mínútna erindi flutti Bryndís Hagan Torfadóttir og flutti hugleiðingar um tímann.

Gjaldkeri Karl M Kristjánsson kynnti fjárhagsáætlun starfsársins. Tekjur eru áætlaðar 2.251.000 og gjöld 1.986.000. Rekstrarafgangur er því 265.000. Var fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða

Fundurinn var í umsjón stjórnar

Forseti kvaddi sér hljóðs og gerði að umtalsefni mætingu og fækkun félaga. Taldi hann að fundartími réði því að margir ættu erfitt með mæta í hádeginu og þeim færi fjölgandi. Þá gerði Magnús grein fyrir fyrirspurnum um stöðu hjá öðrum klúbbum. Þar kom fram að aðstæður eru breytilegar og ekkert eitt atriði ræður fækkun eða fjölgun félaga.

Skoraði hann á klúbbfélaga að leggjast á eitt með stjórninni til að afla nýrra félaga og ræða stöðuna með opnum hug.

Jón Höskuldsson taldi að breyta ætti tímanum í kvöldfundi.

Kristófer Þorleifsson tók undir með Jóni en taldi einnig að við hefðum ekki verið nægilega dugleg við öflun nýrra félaga. Kristófer sagði hádegið henta sér vel og taldi breyttan fundartíma ekki leysa vandann.

Helgi Laxdal taldi að fundartími réði ekki fundarsókn eða ástæðum úrsagna. Hann taldi að ef við breyttum tímanum myndi annar hvor klúbbanna í Kópavogi flytja sig í hádegið.

Bryndís Hagan Torfadóttir taldi að kvöldtími myndi ekki koma til greina. Morgunfundir yrðu líka ódýrari en kostnaður er liður í því að konur koma ekki í klúbbinn.

Margrét María Sigurðadóttir lagði áherslu á morgunfundi en hún sagðist eiga erfitt með að mæta í hádeginu.

Ólafur Tómasson benti á að klúbbfélagar gætu mætt á fundi í öðrum klúbbum.

Vilhjálmur Einarsson sagði frá reynslu sinni af öflun félaga og nefndi að í mörgum tilvikum hefði fundartími hamlað þátttöku. Lagði hann til að kosið yrði um kvöld eða morgunfundi á næsta fundi.

Karl M Kristjánsson taldi að kostnaður gæti verið ástæða hnignandi fundarsóknar.

Forseti tilkynnti að fram myndi fara skoðanakönnun meðal félaga um fundartíma. Gerði hann óformlega könnun með því að biðja fundarmenn að gefa merki til stuðnings þriggja hugsanlegra kosta. Niðurstaðan var eftirfarandi:

a) Óbreytt í hádeginu: 15

b) Færa fundarítma til 18:  6

c) Morgunfundur:  6